Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gróðurhús svipað þeim sem EsBro ætlaði að reisa við Grindavík.
Gróðurhús svipað þeim sem EsBro ætlaði að reisa við Grindavík.
Mynd / EsBro
Fréttir 30. mars 2016

EsBro ekki lengur með forgang að lóðinni

Höfundur: smh
Síðla árs 2014 bárust fréttir af því að framkvæmdum hollenska fyrirtækisins EsBro við risagróðurhús undir tómataræktun hefði verið seinkað. Ætlunin var að reisa slíkt hús í níu kílómetra fjarlægð frá Grindavík,  Lítið hefur spurst til framkvæmdanna síðan. 
 
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fyrirtækinu hefði verið tilkynnt á síðasta ári að það hefði ekki lengur forgang að lóðinni. 
 
Hann segir að lóðin sé þó enn á deiliskipulagi og þar sé gert ráð fyrir gróðurhúsastarfsemi innan Auðlindagarðsins – í nágrenni við græna orku – og laus til umsóknar sem slík. 
Kristján Eysteinsson, sem hefur verið talsmaður EsBro á Íslandi, segir að málið sé í biðstöðu af þeirra hálfu, en það sé ekki formlega búið að loka því.
 
Í áætlunum EsBro var gert ráð fyrir tíu þúsund tonna vistvænni tómataframleiðslu á ári. Ákveðnir skilmálar yrðu gerðir um að framleiðslan yrði ekki, undir nokkrum kringumstæðum, sett á innanlandsmarkað. Í viðtali seint á árinu 2014 sagði Kristján að fjárfestingamálin væru ófrágengin.
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...