Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gróðurhús svipað þeim sem EsBro ætlaði að reisa við Grindavík.
Gróðurhús svipað þeim sem EsBro ætlaði að reisa við Grindavík.
Mynd / EsBro
Fréttir 30. mars 2016

EsBro ekki lengur með forgang að lóðinni

Höfundur: smh
Síðla árs 2014 bárust fréttir af því að framkvæmdum hollenska fyrirtækisins EsBro við risagróðurhús undir tómataræktun hefði verið seinkað. Ætlunin var að reisa slíkt hús í níu kílómetra fjarlægð frá Grindavík,  Lítið hefur spurst til framkvæmdanna síðan. 
 
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fyrirtækinu hefði verið tilkynnt á síðasta ári að það hefði ekki lengur forgang að lóðinni. 
 
Hann segir að lóðin sé þó enn á deiliskipulagi og þar sé gert ráð fyrir gróðurhúsastarfsemi innan Auðlindagarðsins – í nágrenni við græna orku – og laus til umsóknar sem slík. 
Kristján Eysteinsson, sem hefur verið talsmaður EsBro á Íslandi, segir að málið sé í biðstöðu af þeirra hálfu, en það sé ekki formlega búið að loka því.
 
Í áætlunum EsBro var gert ráð fyrir tíu þúsund tonna vistvænni tómataframleiðslu á ári. Ákveðnir skilmálar yrðu gerðir um að framleiðslan yrði ekki, undir nokkrum kringumstæðum, sett á innanlandsmarkað. Í viðtali seint á árinu 2014 sagði Kristján að fjárfestingamálin væru ófrágengin.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...