Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gróðurhús svipað þeim sem EsBro ætlaði að reisa við Grindavík.
Gróðurhús svipað þeim sem EsBro ætlaði að reisa við Grindavík.
Mynd / EsBro
Fréttir 30. mars 2016

EsBro ekki lengur með forgang að lóðinni

Höfundur: smh
Síðla árs 2014 bárust fréttir af því að framkvæmdum hollenska fyrirtækisins EsBro við risagróðurhús undir tómataræktun hefði verið seinkað. Ætlunin var að reisa slíkt hús í níu kílómetra fjarlægð frá Grindavík,  Lítið hefur spurst til framkvæmdanna síðan. 
 
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fyrirtækinu hefði verið tilkynnt á síðasta ári að það hefði ekki lengur forgang að lóðinni. 
 
Hann segir að lóðin sé þó enn á deiliskipulagi og þar sé gert ráð fyrir gróðurhúsastarfsemi innan Auðlindagarðsins – í nágrenni við græna orku – og laus til umsóknar sem slík. 
Kristján Eysteinsson, sem hefur verið talsmaður EsBro á Íslandi, segir að málið sé í biðstöðu af þeirra hálfu, en það sé ekki formlega búið að loka því.
 
Í áætlunum EsBro var gert ráð fyrir tíu þúsund tonna vistvænni tómataframleiðslu á ári. Ákveðnir skilmálar yrðu gerðir um að framleiðslan yrði ekki, undir nokkrum kringumstæðum, sett á innanlandsmarkað. Í viðtali seint á árinu 2014 sagði Kristján að fjárfestingamálin væru ófrágengin.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...