Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fimm tegundir hafa snúið aftur
Fréttir 27. mars 2019

Fimm tegundir hafa snúið aftur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dýr sem talin hafa verið útdauð finnast öðru hverju. Sum dýranna hafa verið talin útdauð í milljónir ára. Meðal þessara dýra eru hyrndur froskur og tegund villihunda.

Fyrr í þessum mánuði fann líffræðingur sem var að störfum í regnskógi í Suður-Ameríku sérkennilegan hyrndan frosk sem kominn var á skrá yfir útdauð dýr vegna skógareyðingar.

Á síðasta ári römbuðu menn á skjaldbökutegund sem ekki hefur sést í rúma öld. Um var að ræða eitt kvendýr sem flutt hefur verið á afdrep fyrir skjaldbökur í von um að það finnist fyrir hana maki.

Árið 1938 veiddist fiskur út af strönd Suður-Afríku sem talið var að hefði dáið fyrir 65 milljónum ára. Við nánari leit fundust fleiri slíkir fiskar, sem ná allt að tveggja metra lengd, á svipuðum slóðum.

Náttúruverndarsinnar óttast að tegundinni sé veruleg hætta búin vegna væntanlegrar olíuleitar út af ströndum S-Afríku.

Fyrir tveimur árum fannst hópur af villtum hundum í Indónesíu en tegundin hefur verið talin útdauð í meira en hálfa öld. Talið er að hundarnir séu síðust leifa af frumstæðustu tegund hunda sem til er í heiminum.

Skömmu eftir síðustu aldamót fannst eðlutegund, eða skinka, sem lengi hafði verið talin útdauð. Skinkan fannst ekki á Selfossi eins og margir gætu haldið heldur í Nýju Kaledóníu. Talsvert hefur fundist af einstaklingum af tegundinni síðan þá

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...