Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Íslendingur á ferð í austurhluta Finnlands rakst á þetta skemmtilega Reykjavíkurkaffi í þorpsbúðinni í byrjun aðventunnar.
Íslendingur á ferð í austurhluta Finnlands rakst á þetta skemmtilega Reykjavíkurkaffi í þorpsbúðinni í byrjun aðventunnar.
Mynd / sá
Fréttir 8. janúar 2024

Finnskir framleiða Reykjavíkurkaffi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í Finnlandi og Eystrasaltslöndunum er í matvörumörkuðum og víðar selt hversdagskaffi sem ber nafnið Reykjavik - Icelandic style roast.

Íslenskur ferðalangur á ferð í Norður-Karelíu í Finnlandi, skammt frá landamærunum að Rússlandi, rak á dögunum upp stór augu í matvöruverslun þegar við honum í hillu blasti röð af himinbláum kaffipökkum og nafnið Café Reykjavík, Icelandic style roast.

Er þarna um að ræða kaffi frá finnska fyrirtækinu Paulig sem stofnað var 1876 og hefur höfuðstöðvar í Helsinki. Paulig er matvæla- og drykkjavörufyrirtæki og selur vörur sínar einkum í Finnlandi og Eystrasaltslöndunum.

Á umbúðunum er kort þar sem getið er um Atlantshaf, Kjalarnes, Grafarvog, Árbæ, Laugaveg og Miklubraut og þar má sjá myndir af skipi, burstabæ, bíl, hafnsöguvita, fossi, Hallgrímskirkju, Sólfarinu, hesti, kaffibolla með íslenska fánanum og manneskju í vatni.

Reykjavíkurkaffið er hluti af línu með borgarnöfnum, svo sem New York og Sydney.

Litrík þorpsstemning

Vörulýsingin aftan á kaffipakkanum er skondin: „Paulig Café Reykjavík sækir innblástur til hinnar litríku og notalegu höfuðborgar sagnaeyjunnar. Kaffi er hluti af íslensku lífi heima og á kaffihúsum, sem og utandyra í hrífandi landslagi. Þessi meðaldökka kaffiblanda er ristuð úr 100% Arabica-baunum og hefur ávaxtaríkt, sætt bragð með karamellu.“ Á vefsíðu fyrirtækisins segir einnig: „Þú getur fundið keim af karamellu í ávaxtaríku, sætu kaffinu. Paulig Café Reykjavik er innblásið af litríkri þorpsstemningunni í Reykjavík. Njóttu kaffisins með bragðmikilli rabarbaraböku eða í náttúruskoðunarferð.“

Uppáhellingur og export

Gárungar bentu á að karamella og ávöxtur væri hvorki sérlega reykvískt né heldur íslenskt og fremur hefði átt að hafa Reykjavíkurkaffi með keim af mjólkursúkkulaði og lakkrís. Þá væri „Icelandic style roast“ út í hött þar sem söguleg íslensk kaffihefð væri uppáhellingur og á harðæristímum export, þ.e. kaffibætir úr síkoríurót til að drýgja kaffið. Kaffihefð Íslendinga hefði ekki þroskast fyrr en á tíunda áratugnum þegar kaffibrennslur hófu að starfa og landinn tók að drekka t.d. espresso og cappuccino.

Annar sagði Finna ekki mikla kaffiþjóð og þótt flest væri þar gott væri ekki það sama að segja um kaffimenninguna – og þar með líklega Reykjavíkurkaffið sem fékk þá einkunn að vera hvorki gott né sérlega vont.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...