Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fiskafli dregst enn meira saman
Fréttir 30. apríl 2019

Fiskafli dregst enn meira saman

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna áratugi hefur fiskafli í heiminum dregist veru­lega saman vegna ofveiða en spár gera ráð fyrir að sá samdráttur eigi eftir að aukast enn meira vegna hækkandi hitastigs í hafinu. Samdráttur afla í Norðursjó er með þeim mestu í heimi.

Samdráttur í afla nytjastofna síðustu áttatíu ár er misjafn milli tegunda, eða allt frá því að vera yfir 35% og niður í tæp 4%. Tölurnar sem um ræðir byggja á skráningu á afla á árunum frá og með 1930 til 2010 og lengi vel var ofveiðum kennt um. Nú hefur önnur ógn við fiskveiðar komið en það mun vera hlýnun sjávar og breytingar í fæðuöflun fiska af þess völdum. Auk þess sem súrnun sjávar hefur sín áhrif.

Rannsóknarhópurinn, sem birti niðurstöður sínar í tímaritinu Science, náði til 38 svæða og 232 ólíkra stofna 124 fisktegunda og um 1/3 af fiskafla heimsins. Meðal þess sem rannsóknin náði yfir var afli og breytingar á sjávarhita.

Niðurstaða rannsóknarinnar var að mestur samdráttur í fiskafla hefur orðið í Norðursjó, Japanshafi og út af Íberíuskaga og í Biksæflóa. Niðurstaðan sýndi aftur á móti aukningu í fiskafla við Labrador, Nýfundnaland, Eystrasaltshafinu, Indlandshafi og í hafinu út af norðausturströnd Bandaríkja Norður-Ameríku. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...