Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fiskafli dregst enn meira saman
Fréttir 30. apríl 2019

Fiskafli dregst enn meira saman

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna áratugi hefur fiskafli í heiminum dregist veru­lega saman vegna ofveiða en spár gera ráð fyrir að sá samdráttur eigi eftir að aukast enn meira vegna hækkandi hitastigs í hafinu. Samdráttur afla í Norðursjó er með þeim mestu í heimi.

Samdráttur í afla nytjastofna síðustu áttatíu ár er misjafn milli tegunda, eða allt frá því að vera yfir 35% og niður í tæp 4%. Tölurnar sem um ræðir byggja á skráningu á afla á árunum frá og með 1930 til 2010 og lengi vel var ofveiðum kennt um. Nú hefur önnur ógn við fiskveiðar komið en það mun vera hlýnun sjávar og breytingar í fæðuöflun fiska af þess völdum. Auk þess sem súrnun sjávar hefur sín áhrif.

Rannsóknarhópurinn, sem birti niðurstöður sínar í tímaritinu Science, náði til 38 svæða og 232 ólíkra stofna 124 fisktegunda og um 1/3 af fiskafla heimsins. Meðal þess sem rannsóknin náði yfir var afli og breytingar á sjávarhita.

Niðurstaða rannsóknarinnar var að mestur samdráttur í fiskafla hefur orðið í Norðursjó, Japanshafi og út af Íberíuskaga og í Biksæflóa. Niðurstaðan sýndi aftur á móti aukningu í fiskafla við Labrador, Nýfundnaland, Eystrasaltshafinu, Indlandshafi og í hafinu út af norðausturströnd Bandaríkja Norður-Ameríku. 

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...