Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rúnar Ingi Guðjónsson segir ásókn í kjötiðn sjaldan hafa verið meiri. Jöfn kynjahlutföll eru hjá nemendum sem hefja nám í haust
Rúnar Ingi Guðjónsson segir ásókn í kjötiðn sjaldan hafa verið meiri. Jöfn kynjahlutföll eru hjá nemendum sem hefja nám í haust
Mynd / Aðsend
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að læra kjötiðn við Verkmenntaskólann á Akureyri. Nú er Kjarnafæði Norðlenska komið með níu nema á samning, þar af fjórar konur.

Þetta sé mikil aukning frá því sem áður var, en hingað til voru nemarnir yfirleitt tveir til fjórir. Jafnframt segir Rúnar fréttnæmt að mikil aðsókn sé frá kvenkyns nemum, en konur hafa verið í miklum minnihluta fram til þessa. Rúnar Ingi er kjötiðnaðarmeistari og hefur umsjón með náminu við Verkmenntaskólann á Akureyri. Jafnframt er hann gæðafulltrúi hjá Kjarnafæði Norðlenska.

„Allt þetta tal um að efla verknámið er klárlega að hjálpa til,“ segir Rúnar aðspurður um ástæður aukins áhuga á náminu. Kjötiðn er lögverndað starfsheiti. „Ef ég man reglurnar rétt máttu ekki starfrækja kjötvinnslu nema að vera með kjötiðnaðarmeistara í vinnu hjá þér,“ segir Rúnar.

Hann mun kenna verklega tíma og fagfræði kjötiðnaðar, sem er bóklegur áfangi. Verklegi hlutinn er kenndur í staðlotum að jafnaði einu sinni í mánuði, á meðan bóklegi hlutinn er kenndur í fjarnámi. „Þetta eru þrjár annir í skóla sem þarf að taka,“ segir Rúnar. Áður en nám hefst þurfa nemar að vera komnir með námssamning við kjötvinnslu.

Hann segir raunhæft að áætla að flestir klári námið á þremur til fjórum árum. „Það er ekki hægt að segja hvenær nemendurnir sem byrja í haust taki sveinsprófið, þar sem námið er hæfnimiðað.“ Nemendur þurfa að fylla út ferilbók og þarf meistari að kvitta upp á að þau hafi náð tilætlaðri færni. Þetta er á margan hátt sambærilegt öðru iðnnámi, en Rúnar segir verklega hlutann leika stærra hlutverk en hjá mörgum öðrum greinum.

Besti vinnutíminn

Rúnar segir starf kjötiðnaðarmanna felast í að verka kjötið frá því það er komið úr sláturhúsinu. „Við úrbeinum skrokkana og búum til vinnsluvörur, eins og hangikjöt, hamborgarhrygg, skinkur og pylsur. Það er alls konar fræði á bak við lögunina á pylsunum, reykingu, suðu og annað.

Ef fólk hefur áhuga á matvæla­iðnaði, þá erum við klárlega með besta vinnutímann, það var það sem seldi mér þetta á sínum tíma. Við byrjum oftast klukkan sjö og erum búin klukkan fjögur. Oftast vinnum við ekki um helgar og ekki á rauðum dögum. Það er ekki erfitt að komast að sem nemi og sem kjötiðnaðarmaður þá færðu eiginlega alltaf starf í kjötvinnslum,“ segir Rúnar. Hann nefnir að þó svo að með heimsfaraldrinum hafi fylgt samdráttur í sölu til veitingageirans, þá hafi kjötvinnslan haldið sjó og starfsmenn hennar héldu sínum störfum. „Fólk þarf alltaf að borða.“
Þótt flestir nemar fari í störf í kjötvinnslum að námi loknu, þá segir Rúnar marga taka að sér sölustörf, eða annað ótengt kjötvinnslu.

Skylt efni: kjötiðn

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...