Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Forystufé í forgrunni
Fréttir 8. janúar 2016

Forystufé í forgrunni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins sem kom út fyrir skömmu er fjöldi áhugaverðra greina eins og vant er.
Meðal efnis að þessu sinni er afar fróðleg úttekt á íslensku forystufé. Í inngangi greinarinnar segir að forystufé sé þekkt hér á landi allt frá upphafi byggðar og að eiginleikar þess séu einstakir á heimsvísu.

Raktar eru heimildir um féð sem litið er á sem sérstakan stofn innan íslenska stofnsins. Höfundar eru Jón Viðar Jónmundsson, Lárus G. Birgisson, Sigríður Jóhannesdóttir, Emma Eyþórsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson og Ólafur R. Dýrmundsson.

Öfugskelda á Kjalarnesi

Í grein sem kallast Öfugskelda á Kjalarnesi og skriðan mikla 1748 segir Árni Hjartarson frá skriðufalli á Kjalarnesi á 18. öld og áhrif hennar á byggðaþróun á svæðinu.
Hörður Kristinsson fjallar um Útbreiðslumynstur og aldur íslensku flórunnar. Auk þess er að finna, greinar um rannsóknir á kísilþörungum í Þingvallavatni, breytingar á fjölda æðarhreiðra á Íslandi og frásögn um ref sem leikur á himbrima. Sagt er frá alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um jarðminjar og vernd þeirra og Helgi Hallgrímsson fjallar um mosaskorpu.

85 ára útgáfusaga

Þetta er 3.–4. hefti 85. árgangs Náttúrufræðingsins sem hóf göngu sína 1931 og er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Ritstjóri er Álfheiður Ingadóttir líffræðingur. Að jafnaði eru gefin út 4 hefti á ári. Félagsgjald og innifalin áskrift kostar 5.800 krónur og er veittur afsláttur fyrir stúdenta og hjón. Tekið er við nýjum félögum á netfanginu hin@hin.is og við greinum um náttúrufræðilegt efni á netfanginu ritstjori@hin.is.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...