Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Forystufé í forgrunni
Fréttir 8. janúar 2016

Forystufé í forgrunni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins sem kom út fyrir skömmu er fjöldi áhugaverðra greina eins og vant er.
Meðal efnis að þessu sinni er afar fróðleg úttekt á íslensku forystufé. Í inngangi greinarinnar segir að forystufé sé þekkt hér á landi allt frá upphafi byggðar og að eiginleikar þess séu einstakir á heimsvísu.

Raktar eru heimildir um féð sem litið er á sem sérstakan stofn innan íslenska stofnsins. Höfundar eru Jón Viðar Jónmundsson, Lárus G. Birgisson, Sigríður Jóhannesdóttir, Emma Eyþórsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson og Ólafur R. Dýrmundsson.

Öfugskelda á Kjalarnesi

Í grein sem kallast Öfugskelda á Kjalarnesi og skriðan mikla 1748 segir Árni Hjartarson frá skriðufalli á Kjalarnesi á 18. öld og áhrif hennar á byggðaþróun á svæðinu.
Hörður Kristinsson fjallar um Útbreiðslumynstur og aldur íslensku flórunnar. Auk þess er að finna, greinar um rannsóknir á kísilþörungum í Þingvallavatni, breytingar á fjölda æðarhreiðra á Íslandi og frásögn um ref sem leikur á himbrima. Sagt er frá alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um jarðminjar og vernd þeirra og Helgi Hallgrímsson fjallar um mosaskorpu.

85 ára útgáfusaga

Þetta er 3.–4. hefti 85. árgangs Náttúrufræðingsins sem hóf göngu sína 1931 og er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Ritstjóri er Álfheiður Ingadóttir líffræðingur. Að jafnaði eru gefin út 4 hefti á ári. Félagsgjald og innifalin áskrift kostar 5.800 krónur og er veittur afsláttur fyrir stúdenta og hjón. Tekið er við nýjum félögum á netfanginu hin@hin.is og við greinum um náttúrufræðilegt efni á netfanginu ritstjori@hin.is.

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...