Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Forystufé í forgrunni
Fréttir 8. janúar 2016

Forystufé í forgrunni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins sem kom út fyrir skömmu er fjöldi áhugaverðra greina eins og vant er.
Meðal efnis að þessu sinni er afar fróðleg úttekt á íslensku forystufé. Í inngangi greinarinnar segir að forystufé sé þekkt hér á landi allt frá upphafi byggðar og að eiginleikar þess séu einstakir á heimsvísu.

Raktar eru heimildir um féð sem litið er á sem sérstakan stofn innan íslenska stofnsins. Höfundar eru Jón Viðar Jónmundsson, Lárus G. Birgisson, Sigríður Jóhannesdóttir, Emma Eyþórsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson og Ólafur R. Dýrmundsson.

Öfugskelda á Kjalarnesi

Í grein sem kallast Öfugskelda á Kjalarnesi og skriðan mikla 1748 segir Árni Hjartarson frá skriðufalli á Kjalarnesi á 18. öld og áhrif hennar á byggðaþróun á svæðinu.
Hörður Kristinsson fjallar um Útbreiðslumynstur og aldur íslensku flórunnar. Auk þess er að finna, greinar um rannsóknir á kísilþörungum í Þingvallavatni, breytingar á fjölda æðarhreiðra á Íslandi og frásögn um ref sem leikur á himbrima. Sagt er frá alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um jarðminjar og vernd þeirra og Helgi Hallgrímsson fjallar um mosaskorpu.

85 ára útgáfusaga

Þetta er 3.–4. hefti 85. árgangs Náttúrufræðingsins sem hóf göngu sína 1931 og er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Ritstjóri er Álfheiður Ingadóttir líffræðingur. Að jafnaði eru gefin út 4 hefti á ári. Félagsgjald og innifalin áskrift kostar 5.800 krónur og er veittur afsláttur fyrir stúdenta og hjón. Tekið er við nýjum félögum á netfanginu hin@hin.is og við greinum um náttúrufræðilegt efni á netfanginu ritstjori@hin.is.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...