Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Forystufé í forgrunni
Fréttir 8. janúar 2016

Forystufé í forgrunni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins sem kom út fyrir skömmu er fjöldi áhugaverðra greina eins og vant er.
Meðal efnis að þessu sinni er afar fróðleg úttekt á íslensku forystufé. Í inngangi greinarinnar segir að forystufé sé þekkt hér á landi allt frá upphafi byggðar og að eiginleikar þess séu einstakir á heimsvísu.

Raktar eru heimildir um féð sem litið er á sem sérstakan stofn innan íslenska stofnsins. Höfundar eru Jón Viðar Jónmundsson, Lárus G. Birgisson, Sigríður Jóhannesdóttir, Emma Eyþórsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson og Ólafur R. Dýrmundsson.

Öfugskelda á Kjalarnesi

Í grein sem kallast Öfugskelda á Kjalarnesi og skriðan mikla 1748 segir Árni Hjartarson frá skriðufalli á Kjalarnesi á 18. öld og áhrif hennar á byggðaþróun á svæðinu.
Hörður Kristinsson fjallar um Útbreiðslumynstur og aldur íslensku flórunnar. Auk þess er að finna, greinar um rannsóknir á kísilþörungum í Þingvallavatni, breytingar á fjölda æðarhreiðra á Íslandi og frásögn um ref sem leikur á himbrima. Sagt er frá alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um jarðminjar og vernd þeirra og Helgi Hallgrímsson fjallar um mosaskorpu.

85 ára útgáfusaga

Þetta er 3.–4. hefti 85. árgangs Náttúrufræðingsins sem hóf göngu sína 1931 og er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarit Náttúruminjasafns Íslands. Ritstjóri er Álfheiður Ingadóttir líffræðingur. Að jafnaði eru gefin út 4 hefti á ári. Félagsgjald og innifalin áskrift kostar 5.800 krónur og er veittur afsláttur fyrir stúdenta og hjón. Tekið er við nýjum félögum á netfanginu hin@hin.is og við greinum um náttúrufræðilegt efni á netfanginu ritstjori@hin.is.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...