Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Framleiðslan úr haustslátrun 2020 er um fjórðungi minni en fyrir 37 árum
Mynd / Bbl
Fréttir 20. nóvember 2020

Framleiðslan úr haustslátrun 2020 er um fjórðungi minni en fyrir 37 árum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Mikill samdráttur hefur orðið í framleiðslu á kindakjöti frá 1983 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þannig er framleiðslan á yfirstandandi ári 2.750 tonnum minni en fyrir 35 árum, árið 1985, og 3.514 tonnum minni en hún var 1983 sem yfirlit Hagstofu íslands nær til. Hefur framleiðslan verið í niðursveiflu frá 2017 eftir 20 ára stíganda þar á undan, eða frá því botninum var síðast náð 1997. 

Sauðfjárslátrun er nú lokið á landinu og alls var slátrað samkvæmt fyrirliggjandi tölum 49.237 af fullorðnu sauðfé og 485.245 dilkum, eða samtals 534.482. Heildarfallþyngd alls sauðfjárins var rúm 9.465 tonn, en meðalþyngd dilka var 16,91 kg sem er met. Er þetta 124 tonnum minni heildarframleiðsla á  kindakjöti en árið 2019. Inn í þessar tölur vantar kjöt af fé sem slátrað hefur verið en hefur ekki staðist mat af einhverjum orsökum og því flokkað sem úrkast. Þar er um  að ræða 715 dilka og 1.538 fullorðið fé.

Mikil niðursveifla frá 1983 til 1997 og aftur frá 2017

Samkvæmt tölu Hagstofu Íslands nam kindakjötsframleiðslan 12.979 tonnum árið 1983 og dróst stöðugt saman fram til 1997 þegar hún var komin niður í 7.903 tonn. Þá tók sauðfjárræktin aftur kipp og framleiðslan jókst í 9.735 tonn árið 2000 þegar fé var talsvert fækkað. Árið eftir (2001) voru framleidd 8.616 tonn og síðan var rólegur stígandi í framleiðslunni allt til ársins 2017 þegar kindakjötsframleiðslan var komin í 10. 619 tonn. Að öðru leyti var nokkuð jafn stígandi þar til aftur fór að dragast saman, eða í 10.487 tonn árið 2018, 9.598 tonn árið 2019 og nú eð framleiðslan komin niður í 9.465 tonn, sem er 3.514 tonnum minni framleiðsla en 1983. 

Flestu fé var slátrað hjá SS

Samkvæmt samantekt á tölum frá 12. nóvember var mest slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands, eða 107.532. Kaupfélag Skagfirðinga kom næst með 102.906 og Sláturfélag KVH ehf. var í þriðja sæti með 96.746. Þá kom Sláturhús Norðlenska ehf. í fjórða sæti með 89.111 og SAH Afurðir ehf. voru í fimmta sæti með 79.746 fjár. 

Í sjötta til tíunda sæti voru; Sláturfélag Vopnfirðinga ehf. með 29.700, Fjallalamb ehf. með 27.839 fjár, Sláturfélag Vesturlands með 795, Seglbúðir með 384 og Sláturfélagið Búi ehf. en þar var slátrað 374 sauðkindum.

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.