Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sláturfélags Vopnfirðinga, vinnur nú hörðum höndum að því að reisa lítið sláturhús heima á bæ.
Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sláturfélags Vopnfirðinga, vinnur nú hörðum höndum að því að reisa lítið sláturhús heima á bæ.
Fyrirhugaðri hækkun gjaldskrár Matvælastofnunar (MAST) hefur verið harðlega mótmælt. Ekki er ljóst hvort hækkunin nái til minnstu heimasláturhúsanna.
„Staðan var þannig að það vantaði um 10 manns til starfa inn í sláturhúsið þegar sláturtíð hófst fyrr í haust,“ segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska. Undanfarnar vikur hefur smám saman bæst við en enn vantar 4 til 5 starfsmenn til að sláturhúsið teljist fullmannað.
Mikill samdráttur hefur orðið í framleiðslu á kindakjöti frá 1983 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þannig er framleiðslan á yfirstandandi ári 2.750 tonnum minni en fyrir 35 árum, árið 1985, og 3.514 tonnum minni en hún var 1983 sem yfirlit Hagstofu íslands nær til. Hefur framleiðslan verið í niðursveiflu frá 2017 eftir 20 ára stíganda þar á undan, ...
„Það er allt á hliðinni út af þessu og miklar breytingar bæði úti á markaðnum og innandyra,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Hann líkir stöðunni á stóreldhúsamarkaði, þ.e. hótelum, veitingahúsum og mötuneytum, við hrun.
Markaður fyrir kjötvöru er gjörbreyttur frá því sem áður var og hafa kjötvinnslur verið að laga sig að breyttu umhverfi. Þá hafa þær jafnframt gert breytingar á starfsumhverfi sínu í kjölfar nýrra reglna yfirvalda til að koma í veg fyrir smit af völdum veirunnar COVID-19.
Nú er ekki lengur nauðsynlegt að keyra sláturgripi um langan veg í sláturhús. Í stað þess er nú hægt að koma með sláturhús á hjólum heim til bóndans eða veiðimannsins úti á mörkinni.
Kjötvinnslur og sláturhús bera sig mörg hver illa eftir taprekstur og erfiða tíð í rekstrinum undanfarið.
Róðurinn hefur verið þungur undanfarin misseri hjá sláturhúsum og kjötvinnslum og hallarekstur alvarlegur í vissum tilvikum. Sameining sláturhúsa og frekari samþjöppun er meðal þeirra úrræða sem eigendur ræða sín í milli þessa dagana.