Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ágúst Torfi Hauksson framkvæmda­stjóri Norðlenska.
Ágúst Torfi Hauksson framkvæmda­stjóri Norðlenska.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 2. apríl 2020

Allt á hliðinni bæði á markaði og innandyra

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er allt á hliðinni út af þessu og miklar breytingar bæði úti á markaðnum og innandyra,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Hann líkir stöðunni á stóreldhúsamarkaði, þ.e. hótelum, veitingahúsum og mötuneytum, við hrun.

„Það er gríðarlegur samdráttur í sölu til þessara aðila, fjölmargir þeirra hafa hreinlega lokað sinni starfsemi um óákveðinn tíma og viðskipti því fallið niður tímabundið. Þessi markaður hefur verið verulegur hluti af heildarsölu Norðlenska og áhrifin því mjög mikil á alla starfsemi.“

Ágúst Torfi segir að á hinn bóginn hafi smásala og heimsendingarþjónusta aukist til muna en sú aukning sem þarf eigi talsvert í land með að vega upp samdráttinn á stóreldhúsamarkaði.

Jafnframt séu áskoranir því samfara að vörusamsetning inn á þessa tvo markaði er nokkuð frábrugðin og vörur úr ákveðnum skrokkhlutum fara mun meira inn á annan markaðinn en hinn. „Þetta veldur talsverðu ójafnvægi þegar annar markaðurinn gefur svona mikið eftir eins og raunin er núna.“

Skipt upp í hópa og vaktakerfi tekið upp

Ágúst Torfi segir að Norðlenska hafi brugðist við þeim aðstæðum sem uppi eru með margvíslegum hætti hvað varðar sjálfa starfsemi fyrirtækisins. Starfsmannahópum hefur verið skipt upp í marga minni hópa og vaktakerfi komið upp til að lágmarka líkur á smiti og eins ef smit eigi sér stað að minnka líkur á að það berist í fjölda starfsmanna.

„Við höfum einnig innleitt öll tilmæli frá yfirvöldum varðandi persónuþrif, sóttkví og þess háttar og raunar gengið lengra í þeirri viðleitni okkar að tryggja öryggi starfsmanna og viðskipavina fyrirtækisins. Þá höfum við skipt upp sölu og stjórnunarstöðum þannig að hluti starfsmanna vinnur heima dag hvern.“

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...