Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ágúst Torfi Hauksson framkvæmda­stjóri Norðlenska.
Ágúst Torfi Hauksson framkvæmda­stjóri Norðlenska.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 2. apríl 2020

Allt á hliðinni bæði á markaði og innandyra

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er allt á hliðinni út af þessu og miklar breytingar bæði úti á markaðnum og innandyra,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Hann líkir stöðunni á stóreldhúsamarkaði, þ.e. hótelum, veitingahúsum og mötuneytum, við hrun.

„Það er gríðarlegur samdráttur í sölu til þessara aðila, fjölmargir þeirra hafa hreinlega lokað sinni starfsemi um óákveðinn tíma og viðskipti því fallið niður tímabundið. Þessi markaður hefur verið verulegur hluti af heildarsölu Norðlenska og áhrifin því mjög mikil á alla starfsemi.“

Ágúst Torfi segir að á hinn bóginn hafi smásala og heimsendingarþjónusta aukist til muna en sú aukning sem þarf eigi talsvert í land með að vega upp samdráttinn á stóreldhúsamarkaði.

Jafnframt séu áskoranir því samfara að vörusamsetning inn á þessa tvo markaði er nokkuð frábrugðin og vörur úr ákveðnum skrokkhlutum fara mun meira inn á annan markaðinn en hinn. „Þetta veldur talsverðu ójafnvægi þegar annar markaðurinn gefur svona mikið eftir eins og raunin er núna.“

Skipt upp í hópa og vaktakerfi tekið upp

Ágúst Torfi segir að Norðlenska hafi brugðist við þeim aðstæðum sem uppi eru með margvíslegum hætti hvað varðar sjálfa starfsemi fyrirtækisins. Starfsmannahópum hefur verið skipt upp í marga minni hópa og vaktakerfi komið upp til að lágmarka líkur á smiti og eins ef smit eigi sér stað að minnka líkur á að það berist í fjölda starfsmanna.

„Við höfum einnig innleitt öll tilmæli frá yfirvöldum varðandi persónuþrif, sóttkví og þess háttar og raunar gengið lengra í þeirri viðleitni okkar að tryggja öryggi starfsmanna og viðskipavina fyrirtækisins. Þá höfum við skipt upp sölu og stjórnunarstöðum þannig að hluti starfsmanna vinnur heima dag hvern.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...