Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kjötvinnslur reyna að laga sig að breyttu umhverfi og minni umsvifum á markaði
Fréttir 2. apríl 2020

Kjötvinnslur reyna að laga sig að breyttu umhverfi og minni umsvifum á markaði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Markaður fyrir kjötvöru er gjörbreyttur frá því sem áður var og hafa kjötvinnslur verið að laga sig að breyttu umhverfi. Þá hafa þær jafnframt gert breytingar á starfsumhverfi sínu í kjölfar nýrra reglna yfirvalda til að koma í veg fyrir smit af völdum veirunnar COVID-19.  Tekjur dragast saman en menn vona að það sé tímabundið, þó svo að svo geti farið að markaðurinn jafni sig ekki fyrr en eftir allt að því hálft ár.

Reynum að halda í starfsfólkið

Ágúst Andrésson, forstöð­u­m.­ kjötafurðastöðvar KS.

Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki, segir að félagið hafi, líkt og aðrir, aðlagað reksturinn að þeim kröfum sem fram hafi komið hjá landlækni, „og raunar hefur KS og tengd félög sett sér strangari reglur og verið á undan með kröfur varðandi allt sem við höfum metið að gæti tryggt öryggi framleiðslunnar,“ segir hann. Allar afurðastöðvar KS eru í framleiðslu.

Ágúst segir markaðinn gjörbreyttan, veitinga- og mötuneytismarkaður sé nánast horfinn í bili, en á móti komi að töluvert sé að gera við afgreiðslu til matvöruverslana.

„Þessu fylgja talsverðar breytingar og við höfum þurft að nýta okkur úrræði stjórnvalda varðandi skert starfshlutfall, sérstaklega hjá þeim sem vinna við framleiðslu, sölu og dreifingu á vörum til hótela, mötuneyta og veitingahúsa. Við trúum því að þetta sé tímabundið ástand og viljum því reyna að halda í okkar starfsfólk eins og kostur er,“ segir Ágúst.

Gjörbreyttur markaður

Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur­félags Suðurlands.

Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur­félags Suðurlands, segir að ekki hafi komið til uppsagna hjá félaginu vegna heimsfaraldursins, en til­færsl­a gerð á fólki innan fyrirtækisins til að uppfylla nýjar reglur um fjarlægðarmörk. Fólk vinni nú í minni hópum en áður. Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til hafi aukinn kostnað í för með sér, en á móti komi að minni líkur séu þá á að fyrirtækið verði fyrir framleiðslutruflunum.

„Staðan er sú í samfélaginu að búið er að loka mötuneytum, veitinga­stöðum og hótelum að stærstum hluta, þannig að öll sala til stóru kaupendanna hefur dottið niður. Fólk sem áður borðaði í mötuneytum og annars staðar þurfi engu að síður áfram að borða og það hafa orðið breytingar á sölunni þannig að hún hefur meira færst yfir í smásöluna í gegnum verslanir,“ segir Steinþór. Hann segir fyrirtækið leita leiða til að koma til móts við markaðinn á hverjum tíma og þær breytingar sem á honum verða. Um þessar mundir sé fólk greinilega að leita eftir vöru með mikið geymsluþol, frosin matvæli til að mynda.

Steinþór telur ekki ólíkegt að það taki fjóra og upp í sex mánuði að ná fyrri styrk og jafnvægi, þannig að enn sé langur vegur fram ­undan.

Gríðarlegt tekjufall

Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis.

Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, segir menn í þessum geira ekki sérlega upprifna þessa dagana. Afleiðingar heimsfaraldursins séu m.a. gríðarlegt tekjufall, flækjustigið hafi aukist til muna við þær fjöldatakmarkanir sem gerðar eru en félagið virði þær að sjálfsögðu.

Markaðurinn hefur snarminnkað, enda fjöldi ferðamanna nánast sex til sjöfaldur fjöldi íbúa okkar lands, þetta eru allt saman munnar sem þarf að metta og því hefur fjöldi seldra máltíða hríðfallið á örskömmum tíma,“ segir Gunnlaugur. Óvissan sé verst, menn viti ekki nú hversu lengi þetta ástand vari, hvort það verði hálfur mánuður í viðbót eða hálft ár. „Það veit því miður enginn,“ segir hann. Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir um uppsagnir hjá Kjarnafæði né heldur um skert starfshlutföll,  „en ég er hræddur um að þurfa að nýta mér það sem ríkið er að bjóða upp á“. 

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...