Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hafa getað valið úr umsóknum um störf í sláturhúsinu en nú vantar fólk
Mynd / smh
Fréttir 4. október 2021

Hafa getað valið úr umsóknum um störf í sláturhúsinu en nú vantar fólk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Staðan var þannig að það vantaði um 10 manns til starfa inn í sláturhúsið þegar sláturtíð hófst fyrr í haust,“ segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska. Undanfarnar vikur hefur smám saman bæst við en enn vantar 4 til 5 starfsmenn til að sláturhúsið teljist fullmannað.

„Við vitum ekki alveg hvað veldur, við fengum færri umsóknir núna en vanalega og fleiri hættu við á síðustu stundu. Yfirleitt höfum við getað valið úr fjölda umsókna en því var ekki að heilsa nú.

Það er eins og ferðaviljinn hafi aðeins dalað,“ segir Jóna og vísar til erlendra starfmanna sem eru stór hluti þeirra sem vinna í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík.

Starfsfólk hefur einkum komið frá Bretlandi, Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi og Búlgaríu. Veltir Jóna fyrir sér hvort bólusetningarhlutfall í þeim löndum setji jafnvel strik í reikninginn. Óbólusettir sem ferðast til Íslands þurfa að sæta sóttkví í fimm daga og það gæti einnig haft sín áhrif á ferðaviljann.

Sóttust ekki mikið eftir störfum
Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska.

Jóna segir að jafnan sé þess gætt að halda ákveðnu hlutfalli af störfum fyrir Íslendinga en nú í haust hafi þeir ekki sóst mikið eftir störfum í sláturtíð.

„Við höfum verið að leita að fólki til starfa en það hefur ekki gengið neitt sérlega vel. Margir sem t.d. eru atvinnulausir og við heyrum í segjast ekki vilja binda sig í þetta stuttan tíma, tvo mánuði,ef eitthvað annað starf skyldi koma upp á meðan. Það er ýmislegt af þessu tagi sem setur strik í reikninginn og gerir að verkum að ekki næst enn að fullmanna sláturhúsið.“

Þá nefnir hún einnig að húsnæði takmarki ráðningar, það sé ekki endilega mikið um laust húsnæði í bænum fyrir aðkomufólk og því væri æskilegt að hafa fleiri sem búsettir eru á staðnum.

Gekk að ráða í lykilstörf

Jóna segir að vel hafi gengið að ráða í lykilstörf en um sé að ræða almenn störf sem sinna þarf í sláturtíðinni. Í einhverjum tilvikum hafi þeir starfmenn sem starfa í húsinu allt árið verið færðir til og önnur verkefni látin bíða.

„Þetta rúllar alveg ágætlega hjá okkur,“ segir hún. Um 120 manns eru ráðnir aukalega til starfa hjá sláturhúsi Norðlenska í sláturtíð til viðbótar við þá 45 sem fyrir eru.

Áætlað er að slátra um 86 þúsund dilkum í sláturtíðinni nú í haust og segir Jóna að nú sé búið að slátra um 28 þúsund dilkum. Að meðaltali sé 2.350 dilkum slátrað daglega.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...