Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hafa getað valið úr umsóknum um störf í sláturhúsinu en nú vantar fólk
Mynd / smh
Fréttir 4. október 2021

Hafa getað valið úr umsóknum um störf í sláturhúsinu en nú vantar fólk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Staðan var þannig að það vantaði um 10 manns til starfa inn í sláturhúsið þegar sláturtíð hófst fyrr í haust,“ segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska. Undanfarnar vikur hefur smám saman bæst við en enn vantar 4 til 5 starfsmenn til að sláturhúsið teljist fullmannað.

„Við vitum ekki alveg hvað veldur, við fengum færri umsóknir núna en vanalega og fleiri hættu við á síðustu stundu. Yfirleitt höfum við getað valið úr fjölda umsókna en því var ekki að heilsa nú.

Það er eins og ferðaviljinn hafi aðeins dalað,“ segir Jóna og vísar til erlendra starfmanna sem eru stór hluti þeirra sem vinna í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík.

Starfsfólk hefur einkum komið frá Bretlandi, Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi og Búlgaríu. Veltir Jóna fyrir sér hvort bólusetningarhlutfall í þeim löndum setji jafnvel strik í reikninginn. Óbólusettir sem ferðast til Íslands þurfa að sæta sóttkví í fimm daga og það gæti einnig haft sín áhrif á ferðaviljann.

Sóttust ekki mikið eftir störfum
Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska.

Jóna segir að jafnan sé þess gætt að halda ákveðnu hlutfalli af störfum fyrir Íslendinga en nú í haust hafi þeir ekki sóst mikið eftir störfum í sláturtíð.

„Við höfum verið að leita að fólki til starfa en það hefur ekki gengið neitt sérlega vel. Margir sem t.d. eru atvinnulausir og við heyrum í segjast ekki vilja binda sig í þetta stuttan tíma, tvo mánuði,ef eitthvað annað starf skyldi koma upp á meðan. Það er ýmislegt af þessu tagi sem setur strik í reikninginn og gerir að verkum að ekki næst enn að fullmanna sláturhúsið.“

Þá nefnir hún einnig að húsnæði takmarki ráðningar, það sé ekki endilega mikið um laust húsnæði í bænum fyrir aðkomufólk og því væri æskilegt að hafa fleiri sem búsettir eru á staðnum.

Gekk að ráða í lykilstörf

Jóna segir að vel hafi gengið að ráða í lykilstörf en um sé að ræða almenn störf sem sinna þarf í sláturtíðinni. Í einhverjum tilvikum hafi þeir starfmenn sem starfa í húsinu allt árið verið færðir til og önnur verkefni látin bíða.

„Þetta rúllar alveg ágætlega hjá okkur,“ segir hún. Um 120 manns eru ráðnir aukalega til starfa hjá sláturhúsi Norðlenska í sláturtíð til viðbótar við þá 45 sem fyrir eru.

Áætlað er að slátra um 86 þúsund dilkum í sláturtíðinni nú í haust og segir Jóna að nú sé búið að slátra um 28 þúsund dilkum. Að meðaltali sé 2.350 dilkum slátrað daglega.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...