Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sameining sláturhúsa og aukin samvinna í kortunum
Mynd / SAH
Fréttir 14. ágúst 2015

Sameining sláturhúsa og aukin samvinna í kortunum

Höfundur: TB / MÞÞ
Róðurinn hefur verið þungur undan­farin misseri hjá slátur­hús­um og kjötvinnslum og halla­rekst­ur alvarlegur í vissum tilvikum. Sam­eining sláturhúsa og frekari sam­þjöppun er meðal þeirra úr­ræða sem eigendur ræða sín í milli þessa dagana. 
 
Aðalsteinn Jónsson, varaformað­ur Norðlenska, segir í viðtali við Bændablaðið að það væri vítavert að taka ekki á málum áður en í óefni er komið. Norðlenska tapaði tæplega 50 milljónum króna á síðasta ári. Hann segir að aðstæður á markaði séu erfiðar, samkeppni í öllum kjötgreinum og framboð á innanlandsmarkaði mikið. Aðal­steinn segir kostnaðarhækkanir hafa komið illa við félagið og að nú þurfi menn að fara vandlega yfir stöðuna og skoða alla möguleika.  „Við þurfum að finna einhvern flöt á þessu, hvort sem það verður með sameiningum, samruna eða samvinnu. Við þessari stöðu þarf að bregðast strax, það er óhjá­kvæmi­legt,“ segir Aðalsteinn. 
 
Kjarnafæði lagði síðasta vor fram tilboð í Norðlenska, en því var hafnað. Segja Kjarnafæðismenn að ekki komi til greina á þessari stundu að bjóða á ný í fyrir­tæk­ið. Líkur eru á að þeir kaupi auk­inn hlut í rekstri SAH Afurða á Blönduósi, þar sem þeir eiga fyr­ir tæplega helmingshlut. Björn Magn­ús­son, stjórnarformaður hjá SAH Afurðum á Blönduósi, segir alveg ljóst að staðan sé ekki góð og að þeir séu að skoða hvernig verður brugðist við erfiðleikum í rekstri.
 
Nánar er fjallað um rekstrar­vanda sláturhúsanna á bls. 2 í blaði dagsins og viðbrögð bænda við nýbirtum verð­listum vegna sauðfjárslátrunar eru á bls. 4.
Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...