Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sameining sláturhúsa og aukin samvinna í kortunum
Mynd / SAH
Fréttir 14. ágúst 2015

Sameining sláturhúsa og aukin samvinna í kortunum

Höfundur: TB / MÞÞ
Róðurinn hefur verið þungur undan­farin misseri hjá slátur­hús­um og kjötvinnslum og halla­rekst­ur alvarlegur í vissum tilvikum. Sam­eining sláturhúsa og frekari sam­þjöppun er meðal þeirra úr­ræða sem eigendur ræða sín í milli þessa dagana. 
 
Aðalsteinn Jónsson, varaformað­ur Norðlenska, segir í viðtali við Bændablaðið að það væri vítavert að taka ekki á málum áður en í óefni er komið. Norðlenska tapaði tæplega 50 milljónum króna á síðasta ári. Hann segir að aðstæður á markaði séu erfiðar, samkeppni í öllum kjötgreinum og framboð á innanlandsmarkaði mikið. Aðal­steinn segir kostnaðarhækkanir hafa komið illa við félagið og að nú þurfi menn að fara vandlega yfir stöðuna og skoða alla möguleika.  „Við þurfum að finna einhvern flöt á þessu, hvort sem það verður með sameiningum, samruna eða samvinnu. Við þessari stöðu þarf að bregðast strax, það er óhjá­kvæmi­legt,“ segir Aðalsteinn. 
 
Kjarnafæði lagði síðasta vor fram tilboð í Norðlenska, en því var hafnað. Segja Kjarnafæðismenn að ekki komi til greina á þessari stundu að bjóða á ný í fyrir­tæk­ið. Líkur eru á að þeir kaupi auk­inn hlut í rekstri SAH Afurða á Blönduósi, þar sem þeir eiga fyr­ir tæplega helmingshlut. Björn Magn­ús­son, stjórnarformaður hjá SAH Afurðum á Blönduósi, segir alveg ljóst að staðan sé ekki góð og að þeir séu að skoða hvernig verður brugðist við erfiðleikum í rekstri.
 
Nánar er fjallað um rekstrar­vanda sláturhúsanna á bls. 2 í blaði dagsins og viðbrögð bænda við nýbirtum verð­listum vegna sauðfjárslátrunar eru á bls. 4.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...