Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjallalamb á Kópaskeri.
Fjallalamb á Kópaskeri.
Mynd / smh
Lesendarýni 15. febrúar 2021

Samkeppnisaflið fæst með sameiningu

Höfundur: Kári Gautason

Mín fyrstu skref á almennum vinnu­markaði tók ég í Slátur­húsi Vopnfirðinga. Langdregið kennaraverkfall var í upp­sigl­ingu þegar ég var að hefja nám í tíunda bekk og mér datt ekki í hug að sitja með hend­ur í skauti.

Sá fyrir mér uppgrip í vinnu. Sá draumur rættist og í byrjun nóvember, þegar skólinn hófst á nýjan leik, mætti ég til leiks reynslunni ríkari og loðinn um lófana (fannst mér þá). Við hliðina á sláturhúsinu er fiskvinnsla Brims, en á þeim tíma var það bæjarútgerðin Tangi hf. Hún sameinaðist Granda og varð síðar að Brimi. Á þessum sautján árum sem liðin eru hefur milljörðum króna verið fjárfest í að búa til fullkomna vinnslu. Virði aflans, sem dreginn er að landi, hefur aukist og þó að færri vinni nú í „Milljón“ er kaupgjaldið mun hærra en áður var.

Sláturhúsið og fiskvinnslan

Hvers vegna hefur hið sama ekki átt sér stað í sláturhúsinu? Þar hefur vissulega verið skipt um vinnslulínu og eitt og annað fært til nútímans. Í fiskvinnslunni er það á hinn bóginn magnið sem ræður því að það borgar sig að fjárfesta í afkastamiklum vélum. Það er eitt að landa upp undir 100 þúsund tonnum af fiski og annað að slátra sauðfé í nokkrar vikur á ári. En þar með er ekki öll sagan sögð. Hluti ástæðunnar liggur í því að nýsköpun hefur verið meiri síðustu ár í sjávarútvegi – miklum fjármunum hefur verið varið til þess að auka virði afurða.

Raunar held ég að land­bún­aðurinn sem heild geti lært það af sjávarútveginum að breikka virðiskeðjuna. Framleiða fjölbreyttari vörur úr hráefnunum: Fæðubótarefni, heilsufæði, snyrtivörur og fatnað. Í heimi þar sem sífellt er að finnast plastdrasl í smærri og smærri lífverum er framtíð fyrir náttúrulegar vörur. Við höfum það sem heiminn mun skorta næstu áratugi, hreint vatn, gnægð lands og græna orku. Allar grundvallarforsendur eru til staðar. En sauðfjárræktin hefur spólað í hjólförunum óraunhæfra útflutningsdrauma síðustu 5 ár. Það þarf aðstoð til þess að bakka upp úr þeim og fara í nýja átt – auka virði og einblína á breiðari grunn.

Gjaldþrot eða sameining?

Framfarir verða sjaldnast að sjálfu sér – þær kosta fjárfestingu. Nýsköpun er leiðin fram á við fyrir íslenska sauðfjárrækt. Til þess að afurðastöðvarnar geti fjárfest verður að vera vitrænn rekstrargrundvöllur. Þær glíma við síharðnandi samkeppni við risavaxnar erlendar afurðastöðvar vegna aukins innflutnings – sem að miklu leyti má rekja til afleitra tollasamninga fyrri ríkisstjórna. Þess vegna sætir það nokkurri furðu hversu stimpill Samkeppniseftirlitsins á sameiningu Kjarnafæðis og Norðlenska virðist vera torsóttur.

Hagræðing þarf að verða og hún mun verða. Annaðhvort verður hún skipulögð í gegnum aukna samvinnu og sameiningar eða hún verður með gjaldþrotum. Þetta blasir við þegar lesin er úttekt KPMG á rekstri afurðastöðva í sauðfjárrækt. Tvímælalaust er það skynsamlegri kostur að auka samvinnu og sameiningu. Öðrum kosti munu störf sogast úr landi og aldrei koma aftur. Það væri ömurleg niðurstaða. Hundruð fjölskyldna eiga sitt undir störfum hjá þessum gamalgrónu norðlensku fyrirtækjum. Leið sameininga gefur möguleika á öflugri fyrirtækjum sem eiga sér viðreisnar von í samkeppninni við risana ytra.

Þurfum öflug fyrirtæki

Dæmin sýna þetta. Sameiningar í sjávarútvegi byggðu upp sterk fyrirtæki sem hafa fjárfest milljarða króna í nýsköpun (og borga milljarða í veiðigjöld). En það eru líka nærtæk dæmi úr landbúnaði. Afurðastöðvar í mjólkuriðnaði sameinuðust og hagræddu. Úr varð öflugt fyrirtæki sem fjárfestir í nýsköpun og vöruþróun. Það styrkir meðal annars doktorsverkefni sem snýr að því að efla ræktun á kúm. Við þurfum öflug fyrirtæki í sauðfjárrækt sem geta gert slíkt hið sama.


Kári Gautason

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...