Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Um 35 til 100 þúsund tonn af brennisteinstvíildi á sólarhring
Fréttir 21. nóvember 2014

Um 35 til 100 þúsund tonn af brennisteinstvíildi á sólarhring

Höfundur: Vilmundur Hansen

Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við jarðvísinda­stofnun Háskóla Íslands, segir að þrjá stofnanir sinni mælingum sem tengjast mengun frá eldgosinu í Holuhrauni, Umhverfisstofnun, Veðurstofan og Raunvísindastofnun.

Fram til þessa hefur athyglin aðallega beinst að brennisteinstvíildi og dreifingu þess en nú er einnig farið að skoða önnur efni í gasinu sem kemur upp og hugsanleg áhrif þess á lífríkið og umhverfið í heild.

„Meðal efna í gasinu auk brennisteinstvíildis er kolsýra, vatn, klór og flúor. Í dag eru veðurvitar víða um land sem safna úrkomusýnum sem síðan eru efnagreind.

Þegar brennisteinn oxast yfir í brennisteinsýru í andrúmsloftinu getur það valdið súrri úrkomu. Miðað við mælingar á regnvatni frá því að gosið hófst er að falla töluvert af súru regni á Íslandi í dag og það getur haft slæm áhrif á vatnsgæði, gróðurfar og lífríkið í heild þrátt fyrir að þau áhrif séu ekki mikil og mild enn sem komið er.“

Súra úrkoman sem um ræðir er svipuð og var í Skandinavíu og Evrópu af völdum útblásturs bifreiða og kolabrennslu fyrir nokkrum áratugum og var farið að valda tæringu í málmum og skógardauða.

„Mælingar á gosstað sýna að á hverjum sólarhring eru að koma upp á milli 35 til 100 tonn af brennisteinstvíildi,“ segir Andri.

Miðað við að gosið sé búið að standa í 52 daga má því gera ráð fyrir að magnið af SO2 sem hefur farið út í andrúmloftið sé á bilinu 1,8 til 5,2 milljón tonn.

„Ef magnið af SO2 sem kemur upp af eldgosinu er borið saman við það magn sem kemur upp af jarðorkuveri eins og Hellisheiðarvirkjun þá er gasið frá virkjunin töluvert minna á ári en á dag frá gosinu.

Slái gasinu niður í byggð getur það leitt til mjög hás styrks af brennisteinstvíildis í andrúmsloftinu og óþægindum af völdum þess.“

Fyrsta snjóbráð í vor gæti verið mjög menguð

Doktor Sigurður Reynir Gíslason hjá Raunvísindastofnun HÍ segir að mælingar á snjó við eldstöðvarnar sýni að hann sé orðinn mjög mengaður.

„Snjórinn er súr og mikið af vatnsleysanlegu áli í honum. Sýrustig eða pH snjósins hefur mælst 3,4 við eldstöðvarnar en það hefur mælst lægra í úrkomu á Höfn í Hornafirði.

Haldi eldgosið áfram í vetur og úrkoma fellur mikið sem snjór á norðanverðan Vatnajökul og vatnasvið hans safnast mengunin upp í snjónum. Fyrsta snjóbráð í vor getur svo skolað út 50 til 80% mengunarinnar og verið með fimm sinnum meiri styrk en meðaltalsmælingar fyrir snjóinn sýna. Fyrsta gusan næsta vor gæti því verið mjög súr og með háan styrk af áli sem getur hæglega drepið líf í án og vötnum og gróður,“ segir Sigurður.

Mengunartopparnir lengri en í upphafi

Að sögn Vöndu Hellsing, umhverfis- og auðlindafræðings hjá Umhverfisstofnun, er stofnunin með 22 síritandi mæla á landinu sem mæla magn brennisteinstvíildis í andrúmslofti vegna eldgossins í Holuhrauni.

„Auk þess er 28 handmælum dreift um landið og notaðir þegar þörf krefur. Hlutverk Umhverfisstofnunar  er að mæla brennisteinstvíildið og veita almenningi upplýsingar um það.

Áður en gosið hófst mældi Umhverfisstofnun magn brenni­steinstvíildis í andrúmslofti á tveimur stöðum á landinu auk þess sem álverum er skylt að stunda slíkar mælingar. Fyrir gos mældist SO2 í andrúmslofti þrjú til fimm míkrógrömm í rúmmetra á ári og hæstu gildi sem mælst höfðu á landinu voru 200 míkrógrömm í rúmmetra í einu tilfelli nálægt stóriðju.

Losun af SO2 vegna umferðar á sólarhring í löndum ESB er talin vera um 14 þúsund tonn.
Heilsuverndarmörk fyrir SO2 í andrúmslofti eru 125 míkrógrömm í rúmmetra á sólarhring en ef magnið nær 2600 míkrógrömmum á sólarhring er það komið yfir vinnuverndarmörk og fólki ber að leggja niður vinnu eða setja upp gasgrímur.

Vanda segir að í upphafi gossins hafi mælst mjög háir mengunartoppar og að sá hæsti hafi mælst á Höfn í Hornafirði og verið yfir 20 þúsund míkrógrömm af SO2 á rúmmetra.

„Topparnir stóðu stutt yfir í fyrstu og gengu fljótt yfir en þeir hafa orðið lengri eftir því sem á líður. Það mældust til dæmis yfir 3000 míkrógrömm í rúmmetra í nokkra klukkutíma á Akureyri fyrir ekki svo löngu síðan.“

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...