Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti.
Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti.
Mynd / smh
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í blaðinu, kemur fram að enn og aftur trónir Gýgjarhólskot í Biskupstungum efst á listanum yfir afurðamestu bú landsins eftir hverja fullorðna á.

Í umfjöllun Eyjólfs Inga Bjarnasonar, ráðunautar hjá RML, kemur fram að á síðasta ári hafi sjö bú náð meira en 40 kílóum eftir hverja á. Langefst standi Gýgjarhólskot með 47,1 kíló, en búið hafi verið efst á þessum lista frá árinu 2015 og alltaf náð meira en 40 kílóum eftir ána.

Bæirnir í öðru og þriðja sæti hafa sætaskipti frá 2022. Nú skipa Efri-Fitjar í Fitjárdal annað sætið með 44 kíló eftir hverja á og Kiðafell í Kjós það þriðja með 43,9 kíló. Í annað sinn birtir RML lista yfir mestar afurðir eftir allar ær, veturgamlar og fullorðnar, og er Gýgjarhólskot einnig efst á þeim lista með 43,7 kíló eftir hverja á.

„Fullorðnu ærnar eru 285 en þær veturgömlu eru 69 og eru þetta algerlega frábærar afurðir eftir hjörðina,“ segir Eyjólfur Ingvi í sinni umfjöllun.

Sjá nánar á bls. 4 og 44 í 8. tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...