Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Nítrít og nítrat er meðal annars að finna í unnum kjötvörum.
Nítrít og nítrat er meðal annars að finna í unnum kjötvörum.
Mynd / Bbl
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nítríta og nítrata í matvælum er minnkað, en þessi efni gefa bragð, lit og eru til rotvarnar meðal annars í unnum kjötvörum og ostum.

Breytingarnar tóku gildi í Evrópusambandinu í haust sem knýja á um sams konar breytingar hér á landi og í því þurfa innlendir matvælaframleiðendur að bregðast við – og mögulega að breyta uppskriftum sínum, eins og fram kemur í tilkynningu Matvælastofnunar.

Krabbameinsvaldandi efnasambönd

Samkvæmt tilkynningunni er hámarksmagn þessara efna nú minnkað vegna þess að tilvist þeirra í matvælum geti leitt til myndunar nítrósamína efnasambanda sem sum séu krabbameinsvaldandi. Því sé nauðsynlegt að lágmarka hættu á þeirri myndun en þó þurfi að viðhalda vernd gegn vexti skaðlegra örvera.

Að sögn Katrínar Guðjónsdóttur, fagsviðsstjóra hjá Matvælastofnun, er sú breytingin einnig gerð að til viðbótar við hámarksgildi fyrir það magn sem leyfilegt er að nota við framleiðslu, eru einnig sett viðmiðunargildi fyrir leifar efnanna í matvælunum.

Þá séu hámarksgildi nú gefin upp sem nítrít og nítrat jónir, en voru áður gefin upp sem natríumsölt efnanna.

Nítrít ekki leyfilegt í ostagerð

Katrín segir að breytingarnar á hámarksmagni efnanna í matvælum sé mismunandi eftir flokkum vara, eftir því hvort um nítrít eða nítrat sé að ræða og líka mismunandi hve mikið gildin eru lækkuð. Fyrir algengustu flokka kjötvara sé hámarksmagn nítríts lækkað úr 150 mg/kg í 120 mg/kg (80 mg/kg sem nítrítjón).

Fyrir algengustu flokka osta sé nítrat eingöngu leyfilegt, en ekki nítrít, og er lækkað úr 150 í 112,5 mg/kg (75 mg/kg sem nítrítjón).

Leifar út geymslutímann

„Nú er líka verið að bæta við gildum fyrir leifar af efnunum í vörunum út geymslutímann og er þá miðað við allan uppruna efnanna, sem gæti verið annar en bara vegna þeirra efna sem bætt er við. Þau geti verið náttúrulega til staðar í einhverju hráefni,“ heldur Katrín áfram.

„Í flestum tilfellum hafa slík gildi ekki verið til áður. Þetta eru þó ekki eiginleg hámarksgildi þannig að það þarf ekki að banna vöru ef þetta er yfir viðmiðunargildum, en það þarf að rannsaka og skýra málið og reyna að koma í veg fyrir að það fari umfram.“

Mismunandi aðlögunartími

Um leið eru gerðar miklar breytingar á leyfilegu hámarki aðskotaefnanna blý, kvikasilfurs og arsen í matvælum.

Þar hefur leyfilegt hámarksmagn verið 3 mg/kg fyrir arsen, 2 mg/kg fyrir blý og 1 mg/kg fyrir kvikasilfur, en hámarkið fyrir öll efnin fer í 0,1 mg/kg.

Katrín bendir framleiðendum á að kynna sér reglugerðina og mismunandi aðlögunartíma fyrir mismunandi afurðir.

Búast megi við að hann verði svipaður og í Evrópusambandinu, en fyrir kjöt- og fiskafurðir er hann til 9. október 2025 en fyrir osta er hann oft lengri, sá lengsti til október 2027.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...