Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Versta uppskera í 25 ár
Fréttir 21. mars 2019

Versta uppskera í 25 ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólífubændur á Ítalíu standa frammi fyrir því að uppskera á ólífum í ár er 57% minni en í meðalári og sú minnsta í 25 ár.

Ástæða uppskerubrestsins eru sagðar vera breytingar á veðri sem hafi leitt til þess að veðurfar á stórum ólífuræktarsvæðum sé orðið óhagstætt fyrir ólífutré. Hugsanlegt er talið að Ítalía þurfi að flytja inn ólífur þegar líða tekur á árið.

Breytingarnar á veðri sem eru að valda ítölskum og öðrum ólífuræktarbændum í kringum Miðjarðarhafið vandræðum felast í óvenju miklum rigningum, óvenjulegum vorfrostum, hvössum vindum og sumarþurrkum.

Sérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga segja að breytingar á veðurfari við Miðjarðarhafið sem dregið hafa úr ólífuuppskeru séu upphafið að enn meiri breytingum í veðri þar um slóðir.

Ólífutré eru viðkvæm fyrir snöggum og tíðum veðrabreytingum og slíkar breytingar gera þau einnig viðkvæmari fyrir sýkingu og ekki síst bakteríu sem kallast xylella fastidiosa og herjað hefur á ólífutrjáalundi í löndunum við Miðjarðarhaf undanfarin ár.

Yfirvöld á Ítalíu hafa lofað að hlaupa undir bagga með bændum en tap þeirra er metið í hundruðum milljóna evra.

Samkvæmt spám kommisara Evrópusambandsins má búast við að uppskera á ólífum á þessu ári verði að minnsta kosti 20% minni í Portúgal og 42% minni í Grikklandi en í meðalári.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...