Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Fyrsta deild hesta­íþrótta stofnuð
Fréttir 5. september 2023

Fyrsta deild hesta­íþrótta stofnuð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sett hefur verið á fót ný deild í hestaíþróttum, 1. deild, og er henni ætlað að koma á milli áhugamannadeildar og meistaradeildar hestaíþrótta.

Garðar Hólm Birgisson.

Fyrsta deildin í hestaíþróttum mun halda keppniskvöld sín í Samskipahöllinni á komandi ári. Mun að sögn Garðars Hólm Birgissonar, hestamanns og fasteignasala, verða miðað við að alla jafna sé keppt
daginn eftir mót áhugamannadeildar.

Að sögn Garðars er 1. deildin stofnuð í kjölfar endurtekinna áskorana þar um. „Í 1. deildinni verður keppt eftir reglum FEIF,“ segir Garðar, en þó sé horft fram hjá þeim annmarka að öll innanhúsmótin séu haldin
á minni velli en gert er ráð fyrir í FEIF-reglum. „Keppt verður í liða- og einstaklingskeppni,“ heldur Garðar áfram. „Keppnisgreinarnar verða V1, F1, T1, PP1, T2, P2 og gæðingalist 2. Nýja deildin verður með svipuðu formi og Meistaradeildin hefur verið haldin sl. árin og reynst vel. Miðað er við að 8 lið keppi á tímabilinu og verður fjöldi knapa í hverju liði takmarkaður við fimm aðila og þrír keppa í hverri grein. Riðin verða bæði A og B úrslit, 5 knapar verða í hvorum úrslitum, efsti hestur B-úrslita færist ekki upp í A-úrslit,“ segir Garðar enn fremur.

Fram kemur í fréttatilkynningu að knapar skuli vera fullgildir meðlimir í hestamannafélagi sem er í Landssambandi hestamannafélaga.

Þar sem Landssamband hestamannafélaga er fullgildur aðili að Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ), gildi lög og reglur ÍSÍ er varða íþróttamenn um knapa 1. deildar í hestaíþróttum.

Lágmarksaldur knapa í 1. deild sé 18 ára, 19 ára á árinu. Önnur skilyrði eru ekki varðandi þátttöku knapa og er þetta því, að sögn Garðars, deild sem ætti að henta mjög breiðum hópi. Opið sé fyrir umsóknir liða.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...