Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fyrsta deild hesta­íþrótta stofnuð
Fréttir 5. september 2023

Fyrsta deild hesta­íþrótta stofnuð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sett hefur verið á fót ný deild í hestaíþróttum, 1. deild, og er henni ætlað að koma á milli áhugamannadeildar og meistaradeildar hestaíþrótta.

Garðar Hólm Birgisson.

Fyrsta deildin í hestaíþróttum mun halda keppniskvöld sín í Samskipahöllinni á komandi ári. Mun að sögn Garðars Hólm Birgissonar, hestamanns og fasteignasala, verða miðað við að alla jafna sé keppt
daginn eftir mót áhugamannadeildar.

Að sögn Garðars er 1. deildin stofnuð í kjölfar endurtekinna áskorana þar um. „Í 1. deildinni verður keppt eftir reglum FEIF,“ segir Garðar, en þó sé horft fram hjá þeim annmarka að öll innanhúsmótin séu haldin
á minni velli en gert er ráð fyrir í FEIF-reglum. „Keppt verður í liða- og einstaklingskeppni,“ heldur Garðar áfram. „Keppnisgreinarnar verða V1, F1, T1, PP1, T2, P2 og gæðingalist 2. Nýja deildin verður með svipuðu formi og Meistaradeildin hefur verið haldin sl. árin og reynst vel. Miðað er við að 8 lið keppi á tímabilinu og verður fjöldi knapa í hverju liði takmarkaður við fimm aðila og þrír keppa í hverri grein. Riðin verða bæði A og B úrslit, 5 knapar verða í hvorum úrslitum, efsti hestur B-úrslita færist ekki upp í A-úrslit,“ segir Garðar enn fremur.

Fram kemur í fréttatilkynningu að knapar skuli vera fullgildir meðlimir í hestamannafélagi sem er í Landssambandi hestamannafélaga.

Þar sem Landssamband hestamannafélaga er fullgildur aðili að Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ), gildi lög og reglur ÍSÍ er varða íþróttamenn um knapa 1. deildar í hestaíþróttum.

Lágmarksaldur knapa í 1. deild sé 18 ára, 19 ára á árinu. Önnur skilyrði eru ekki varðandi þátttöku knapa og er þetta því, að sögn Garðars, deild sem ætti að henta mjög breiðum hópi. Opið sé fyrir umsóknir liða.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...