Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hér er Sigurður Loftsson búinn að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri einangrunarstöð. Með honum eru frá vinstri, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, Gunnar Kr. Eiríksson, formaður stjórnar Búnaðarsambandsins, Baldur Indriði
Hér er Sigurður Loftsson búinn að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri einangrunarstöð. Með honum eru frá vinstri, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, Gunnar Kr. Eiríksson, formaður stjórnar Búnaðarsambandsins, Baldur Indriði
Mynd / MHH
Fréttir 1. september 2016

Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri einangrunarstöð fyrir holdanautgripi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sigurður Loftsson, formaður stjórnar Nautgripa­ræktarmiðstöðvar Íslands, mætti nýlega vopnaður stunguskóflu á Stóra-Ármót í Flóahreppi. Þar tók hann fyrstu skóflustunguna að nýrri einangrunarstöð fyrir holdanautgripi. 
 
Stöðin verður í 500 fermetra húsnæði sem verður tilbúið um næstu áramót. Fósturvísarnir munu koma frá Noregi en tilgangur stöðvarinnar er að koma upp arfhreinum gripum af Aberdeen Angus-kyni. Fósturvísarnir verða ekki kyngreindir þannig að það munu koma bæði naut og kvígur. Nautkálfarnir fara strax inn í einangrunarferli á stöðinni, sem tekur níu mánuði. Eftir það verða þeir seldir til bænda en áður en það er gert verður tekið úr þeim sæði, sem fer svo í dreifingu. Kvígurnar verða hins vegar fyrsti vísirinn að þessari holdakúahjörð sem verða sæddar með innflutta sæðinu þegar þær verða kynþroska. Eigendur stöðvarinnar eru Landssamband kúabænda, Bændasamtök Íslands og Búnaðarsamband Suðurlands, sem á jörðina Stóra-Ármót og hefur umsjón með starfseminni þar.
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...