Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Æðarfugl heldur sig á sjó nema á varptímanum.
Æðarfugl heldur sig á sjó nema á varptímanum.
Mynd / Æðarræktarfélag Ís.
Fréttir 29. október 2023

Fyrsta tilfellið í æðarfugli

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrsta tilfellið af skæðri fuglaflensu hefur nú verið staðfest í æðarfugli við Íslandsstrendur.

Matvælastofnun tilkynnti um það í byrjun október að dauður æðarfugl í Ólafsfirði hafi reynst vera með sama sjaldgæfa veirustofn af flensunni og fannst í dauðum haferni um miðjan september.

Veirurnar sem greindust nú í haferninum og æðarfuglinum eru af stofninum HPAI H5N5 sem ekki hefur áður greinst hér á landi. Veirustofninn, sem hefur verið ríkjandi í Evrópu frá árinu 2021 og herjaði á íslenskar fuglategundir síðastliðið vor, er af gerðinni HPAI H5N1. Brigitte Brugger, sérgreina-dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að almennt séu tilkynningar nú fátíðar frá almenningi hérlendis um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum og því ekki vísbending um alvarleg afföll í villtum fuglum nú í haust. „Allar skæðar fuglaflensuveirur HPAI af gerðinni H5 – og reyndar líka H7 – eru sjúkdómsvaldandi fyrir fugla.

Þó er misjafnt hversu næmir villtir fuglar eru fyrir sjúkdóm, eða með öðrum orðum hversu meinvirk tiltekin arfgerð H5 veirunnar er fyrir villta fugla. Það er gengið út frá því að þessi veira H5N5 geti verið jafnskæð og H5N1, en er með litla útbreiðslu í heiminum eins og er,“ segir Brigitte. Hún biðlar til almennings um að láta Matvælastofnun vita ef veikir og dauðir villtir fuglar finnast.

„Við höfum ekki heyrt um staðfesta fuglaflensu í æðarfugli nema í þessu eina tilfelli,“ segir Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður Æðaræktarfélags Íslands. „Við erum með leiðbeiningar á heimasíðunni okkar frá Matvælastofnun um hvernig bregðast eigi við ef fólk finnur dauða fugla. Þessum leiðbeiningum hefur verið dreift til æðarbænda. Þegar fuglaflensan kom hingað þá höfðum við samband við stofnunina og þeir sögðu að þessar leiðbeiningar væru enn í fullu gildi.

Stjórn Æðaræktarfélags Íslands hefur fylgst með þróun mála en þar sem æðarfuglinn heldur sig alfarið á sjó nema á varptímanum, þá verðum við að sjá hvað gerist í vor.

Skylt efni: fuglaflensa | æðarfugl

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...