Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Veitingastaðurinn Under, sem staðsettur er í Lindesnesi í Noregi, er stærsti neðansjávarveitingastaður í heiminum.
Veitingastaðurinn Under, sem staðsettur er í Lindesnesi í Noregi, er stærsti neðansjávarveitingastaður í heiminum.
Fréttir 24. apríl 2019

Fyrsti neðansjávarveitingastaður í Evrópu

Höfundur: ehg
Norska arkitektafyrirtækið Snøhetta kynnti á dögunum fyrsta neðansjávarveitingastað í Evrópu og þann stærsta sinnar tegundar í heiminum sem nú hefur tekið til starfa í Lindesnesi í Noregi. Veitingastaðurinn, sem ber nafnið Under, er á syðsta hluta strandlengju Noregs þar sem sjórinn lemur á staðnum úr norðri og verður einnig notaður sem rannsóknarstöð fyrir lífið neðansjávar. 
 
Lindesnes er þekkt fyrir öfga í veðri, þar sem skilin milli logns og storms geta breyst nokkrum sinnum á dag. Veitingastaðurinn mun taka 40 manns í sæti og rúmu ári fyrir opnun hans höfðu 1.200 manns pantað sér borð á þessum áhugaverða veitingastað. Bræðurnir Gaute Ubostad, sem á og rekur Lindesnes Havhotell og bróðir hans, Stig, fengu hugmyndina að veitingastaðnum og ákváðu að framkvæma hana með góðri hjálp Snøhetta-fyrirtækisins. Nú er nánast uppbókað á veitingastaðinn út septembermánuð. Hafa bræðurnir fengið danska kokkinn Nicolai Ellitsgaard Pederesen til liðs við sig þar sem framreiddur verður norrænn matur en um 20 réttir verða á matseðlinum. Vilja þeir þó leggja áherslu á að þetta verði ekki sjávarréttaveitingastaður, heldur blanda af öllu því besta fáanlega á hverjum tíma. Gestir sem eru svo heppnir að fá borð á veitingastaðnum geta vænst þess að eyða um 30 þúsund krónum íslenskum í máltíðina og að auki þurfa allir sem panta borð að borga fyrirvaragjald upp á um 15 þúsund íslenskar krónur. 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...