Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sigurður Sævar Gunnarsson.
Sigurður Sævar Gunnarsson.
Mynd / smh
Fréttir 22. desember 2023

Gæðaull úr haustrúningi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Um 20 prósent fleiri sauðfjárbændur höfðu skráð ullina sína inn á Bændatorgið núna í byrjun desember en á sama tíma í fyrra, að sögn Sigurðar Sævars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra ÍSTEX.

„Þetta eru góðar fréttir og við ítrekum til ullarinnleggjenda að skrá ullina sína sem allra fyrst. Ef ull er skráð fyrir 1. febrúar greiðum við fyrir hana í lok maí eða byrjun júní. Önnur ull sem er skráð síðar greiðum við í lok ágúst eða byrjun september,“ segir Sigurður.

Gagnlegar skráðar upplýsingar

„Við notum þessar upplýsingar um skráningu ullar mikið, til dæmis til að láta ullarsöfnunaraðila vita hversu mikil ull er á hverju svæði svo þeir geti skipulagt sig sem allra best.

Sums staðar er sá misskilningur í gangi að skrá eigi ullina þegar hún er sótt. Best er að skrá hana strax eftir rúning. Ef það gleymist að skrá flækir það ansi mikið fyrir alla aðila og getur tafið bæði greiðslur og verk. Í lok sumars eru oft í kringum 50 aðilar sem við þurfum að hafa upp á. Hins vegar eru langflestir bændur mjög góðir í að skrá rétt og tímanlega og sér í lagi í ár,“ heldur Sigurður áfram.

„Ullarárið byrjar ágætlega og ullin er góð frá þeim svæðum sem ull hefur borist af, það er Húnavatnssýslum, Skagafirði, Dölunum, Skaftafellssýslum, Ströndunum og Vestfjörðum.

Það er smá pirrandi að vera ekki alveg komin með fullan framleiðslukraft á Blönduósi og við krossleggjum fingur að ekkert komi fyrir sem gæti tafið vinnsluna.“

Ullarmat.is vinsæl síða í útlöndum

Í maí hækkaði ullarverð til bænda í öllum vinnsluhæfum flokkum í gildandi verðskrám ÍSTEX um 48 prósent að meðaltali á milli ullarára. Þá hefur ÍSTEX nýlega staðið fyrir tveimur námskeiðum í rúningi og ullarflokkun í því skyni að hámarka gæði ullarinnar og frágangsins. Spurður um hvort þetta hafi leitt til betri flokkunar og frágangs á ull, segir Sigurður að flestir bændur skili ullinni alltaf frá sér vel flokkaðri og merktri og eiga allar þakkir skildar fyrir það.

„Ullarmat.is er nokkuð vinsæl síða á haustin. Það er greinilegt að margir nota hana sér til upplýsinga, þá sér í lagi á undirsíður um ullarflokkana og töfluna „Flokkar og gallar“. Þá eru myndböndin alltaf nokkuð skoðuð. Yfir árið er Ullarmat.is hins vegar um fjórfalt vinsælli í öðrum löndum en Íslandi, þrátt fyrir að vefurinn sé aðeins á íslensku.“

Skylt efni: Ístex | ull | ullarmat.is

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...