Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Sigurður Sævar Gunnarsson.
Sigurður Sævar Gunnarsson.
Mynd / smh
Fréttir 22. desember 2023

Gæðaull úr haustrúningi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Um 20 prósent fleiri sauðfjárbændur höfðu skráð ullina sína inn á Bændatorgið núna í byrjun desember en á sama tíma í fyrra, að sögn Sigurðar Sævars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra ÍSTEX.

„Þetta eru góðar fréttir og við ítrekum til ullarinnleggjenda að skrá ullina sína sem allra fyrst. Ef ull er skráð fyrir 1. febrúar greiðum við fyrir hana í lok maí eða byrjun júní. Önnur ull sem er skráð síðar greiðum við í lok ágúst eða byrjun september,“ segir Sigurður.

Gagnlegar skráðar upplýsingar

„Við notum þessar upplýsingar um skráningu ullar mikið, til dæmis til að láta ullarsöfnunaraðila vita hversu mikil ull er á hverju svæði svo þeir geti skipulagt sig sem allra best.

Sums staðar er sá misskilningur í gangi að skrá eigi ullina þegar hún er sótt. Best er að skrá hana strax eftir rúning. Ef það gleymist að skrá flækir það ansi mikið fyrir alla aðila og getur tafið bæði greiðslur og verk. Í lok sumars eru oft í kringum 50 aðilar sem við þurfum að hafa upp á. Hins vegar eru langflestir bændur mjög góðir í að skrá rétt og tímanlega og sér í lagi í ár,“ heldur Sigurður áfram.

„Ullarárið byrjar ágætlega og ullin er góð frá þeim svæðum sem ull hefur borist af, það er Húnavatnssýslum, Skagafirði, Dölunum, Skaftafellssýslum, Ströndunum og Vestfjörðum.

Það er smá pirrandi að vera ekki alveg komin með fullan framleiðslukraft á Blönduósi og við krossleggjum fingur að ekkert komi fyrir sem gæti tafið vinnsluna.“

Ullarmat.is vinsæl síða í útlöndum

Í maí hækkaði ullarverð til bænda í öllum vinnsluhæfum flokkum í gildandi verðskrám ÍSTEX um 48 prósent að meðaltali á milli ullarára. Þá hefur ÍSTEX nýlega staðið fyrir tveimur námskeiðum í rúningi og ullarflokkun í því skyni að hámarka gæði ullarinnar og frágangsins. Spurður um hvort þetta hafi leitt til betri flokkunar og frágangs á ull, segir Sigurður að flestir bændur skili ullinni alltaf frá sér vel flokkaðri og merktri og eiga allar þakkir skildar fyrir það.

„Ullarmat.is er nokkuð vinsæl síða á haustin. Það er greinilegt að margir nota hana sér til upplýsinga, þá sér í lagi á undirsíður um ullarflokkana og töfluna „Flokkar og gallar“. Þá eru myndböndin alltaf nokkuð skoðuð. Yfir árið er Ullarmat.is hins vegar um fjórfalt vinsælli í öðrum löndum en Íslandi, þrátt fyrir að vefurinn sé aðeins á íslensku.“

Skylt efni: Ístex | ull | ullarmat.is

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...