Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Garðheimafjölskyldan, foreldrar og börnin þeirra, frá vinstri, Kristín Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri, Olga Björney Gísladóttir innkaupastjóri, Sigurður Björn Gíslason rekstrarstjóri, Jónína Sigríður Lárusdóttir, stofnandi Garðheima, Gísli Hinrik Sigurðsson, stofnandi Garðheima, og Jóna Björk Gísladóttir markaðsstjóri.
Garðheimafjölskyldan, foreldrar og börnin þeirra, frá vinstri, Kristín Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri, Olga Björney Gísladóttir innkaupastjóri, Sigurður Björn Gíslason rekstrarstjóri, Jónína Sigríður Lárusdóttir, stofnandi Garðheima, Gísli Hinrik Sigurðsson, stofnandi Garðheima, og Jóna Björk Gísladóttir markaðsstjóri.
Mynd / Aðsend
Fréttir 10. maí 2022

Garðheimar byggja á nýjum stað 7.000 fermetra verslunarhúsnæði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fimmtudaginn 10. mars síðastliðinn var fyrsta skóflu­stung­an að nýjum höfuð­stöðvum Garðheima tekin við Álfa­bakka 6 í Reykjavík.

„Við höfum fengið frábæra samstarfsaðila með okkur í vegferðina og erum við sannfærð um að úr verði ein fallegasta garðyrkju­miðstöð sem reist hefur verið. Hönnun hússins hefur verið í höndum PK ark­itekta, Ferils verkfræðistofu, Landslags, Hafstudio og hollenska fyrirtæk­isins Smiemans, en þeir sérhæfa sig í byggingu garðyrkjumiðstöðva úti um allan heim.

Um er að ræða 7.000 fm stálgrindarhús ásamt útisölusvæði á 20.000 fm lóð sem liggur við rætur Seljahverfisins og niður að Reykjanesbrautinni,“ segir Jóna Björk Gísladóttir, markaðsstjóri Garðheima.

Svona mun nýja húsnæði við Álfabakka 6 líta út. Mikið hefur verið lagt upp úr því að gera húsið eins umhverfisvænt og kostur er. Á lóðinni verða blágrænar ofanvatnslausnir, grasþak yfir hluta hússins, vökvunarkerfi, sem safnar regnvatni til að vökva plöntur í sölu, o.s.frv.

Tveggja milljarða króna framkvæmd

Garðheimar voru stofnaðir árið 1999 af Gísla Hinriki Sigurðssyni og Jónínu Sigríði Lárusdóttur. Í dag hafa börn þeirra, Sigurður Björn, Kristín Helga, Olga Björney og Jóna Björk tekið við rekstrinum og starfa þar öll saman undir stjórn Kristínar Helgu Gísladóttur framkvæmdastjóra. Um 60 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í dag. Kostnaður við nýja Garðheima verður um tveir milljarðar króna. Reiknað er með að opnað verði á nýja staðnum vorið 2023. Hagar eiga lóðina og núverandi húsnæði Garðheima, sem og lóðirnar í kring. Þeir hyggjast byggja íbúðablokkir og verslunarhúsnæði í bland á öllum reitnum. Núverandi húsnæði Garðheima verður því rifið.

Skylt efni: Garðheimar

Hlaða hrundi í Borgarfirði
Fréttir 21. febrúar 2025

Hlaða hrundi í Borgarfirði

Geymsluhúsnæði á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands hrundi í óveðri í byrjun febrú...

Þröstur ráðinn ritstjóri
Fréttir 21. febrúar 2025

Þröstur ráðinn ritstjóri

Þröstur Helgason hefur verið ráðinn sem ritstjóri Bændablaðsins og mun hann taka...

Mótmæla breytingum á tollflokkun osta
Fréttir 21. febrúar 2025

Mótmæla breytingum á tollflokkun osta

Sex hagsmunasamtök á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu hafa sent fjármála-...

Málþing um framtíð landbúnaðar
Fréttir 21. febrúar 2025

Málþing um framtíð landbúnaðar

Tekið verður á mörgum hagsmunamálum landbúnaðarins á víðum grunni á opnum fundi ...

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi
Fréttir 21. febrúar 2025

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi

Matarsóun mælist mest í frumframleiðsluþrepi virðis- keðjunnar; 29.130 tonn, eða...

Brostnar forsendur búvörusamninga
Fréttir 20. febrúar 2025

Brostnar forsendur búvörusamninga

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar, segir að stórar spurningar v...

Fjárhús fuku á Vattarnesi
Fréttir 20. febrúar 2025

Fjárhús fuku á Vattarnesi

Á Vattarnesi í Fáskrúðsfirði varð mikið tjón á íbúðarhúsi, fjárhúsum, farartækju...

Ólögleg förgun dýrahræja
Fréttir 20. febrúar 2025

Ólögleg förgun dýrahræja

Um 87 prósent dýrahræja fóru til urðunar á árunum 2020 til 2022, samkvæmt tölum ...