Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Átök vegna osta
Mynd / Pixabay
Leiðari 21. febrúar 2025

Átök vegna osta

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri.

Landbúnaður virðist ekki eiga sér viðreisnar von þessa dagana. Bændur eru skelkaðir yfir framgangi atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra í þessari viku.

Framleiðendur landbúnaðarvara eru að reyna að standa vörð um íslenska matvælaframleiðslu sem, þvert á pólitíska flokkadrætti, virðist vera samhugur um að eigi að vera til staðar hér á landi. En boðaðar lagabreytingar Stjórnarráðsins bera vott um annað.

Ráðherra fjármála og efnahags, Daði Már Kristófersson, áformar breytingu á inntaki tiltekinnar athugasemdar við fjórða kafla tollskrár, sem er viðauki við tollalög. „Bæta á viðbótarskýringu við c-lið 5. athugasemdar við 4. kafla tollskrárinnar á þá leið að vörur þar sem mjólkurfita hefur verið að öllu leyti eða hluta til skipt út fyrir aðra tegundir fitu (t.d. jurtafitu) teljist ekki vörur sem falla undir 4. kafla tollskrárinnar“.

Eins átakanlega leiðinlegt og þetta hljómar þá mun þessi texti lögfestur þýða að hægt verði að flytja inn mjólkurost án þess að borga toll. Með viðbættum jurtaolíum teljist hann ekki ostur í skilningi áformaðra breytinga tollalaga, heldur jurtaostur. Ekki grænkeraostur, heldur jurtaostur.

Lög gera hins vegar ráð fyrir að greiða skuli tolla ef flytja á inn mjólkurost. Tollvernd er viðurkennt stjórntæki alþjóðlega og liður í opinberri stefnu stjórnvalda landa til að viðhalda sínum innlenda landbúnaði, sem er m.a. ótvírætt fæðuöryggismál. Á Íslandi framleiða um 500 bú mjólk og þær fjölskyldur sem standa að búskapnum hafa sitt lifibrauð af framleiðslunni víðs vegar um landið.

Í áformunum segist ráðherra ætla að innleiða túlkun Alþjóðatollastofnunar (WCO), í stað þess að fylgja niðurstöðu íslenskra dómstóla – sem hafa síendurtekið vísað kærum innflutningsfyrirtækis til föðurhúsanna og sagt: Sú vara sem þið skráðuð inn í landið sem jurtaost er að meginhluta mjólkurostur og hann skal tolla samkvæmt tollalögum sem mjólkurost.

Áhyggjur bænda snúa að því að ef áformin raungerist geti það reynst fordæmisgefandi og opnað fyrir innflutning á ýmsum vernduðum landbúnaðarvörum í formi ótollaðra jurtavara. Þar með verði hið mikilvæga
stjórntæki tollverndar endanlega að engu.

Ekki er skylt að lögleiða álit WCO en Félag atvinnurekenda reynir að þyrla upp moldviðri um að Ísland sé að kalla yfir sig einhvers konar viðskiptahindranir við Evrópu með því að ákveða að tolla jurtaostinn sem ost. Það er ekki svo. Staðreyndin er sú að ESB hefur á lista sínum 69 lönd sem sambandið telur beita viðskiptahindrunum, vegna 436 ákvarðana. Það að vera á þessum lista hefur ekki sjálfkrafa neinar afleiðingar á viðskipti þjóðanna við ESB. Í túlkun ESB er nefnt að tollar Íslands hindri innflutning á vörum úr mjólk frá Evrópusambandsríkjum til Íslands. En það er einmitt tilgangurinn.

Nokkur samtök landbúnaðar- og matvælaframleiðenda segja að breytingin sem ráðherra boðar gæti orðið þess valdandi að innflutningur aukist verulega og innlend framleiðsla muni þar með minnka, „m.ö.o. hundruð milljóna króna á ársgrundvelli munu færast frá íslenskum bændum til erlendra bænda og fárra innflutningsfyrirtækja“, segir í bréfi þeirra til ráðherra.

Það er því varla nema von að bændur séu uggandi um sinn hag.

Öll þessi fæðuhugtök
Leiðari 11. mars 2025

Öll þessi fæðuhugtök

Undanfarinn mánuð hefur umfjöllun um matvæli verið skreytt ýmsum keimlíkum orðum...

Átök vegna osta
Leiðari 21. febrúar 2025

Átök vegna osta

Landbúnaður virðist ekki eiga sér viðreisnar von þessa dagana. Bændur eru skelka...

Áreiðanleiki gagna og upplýsandi umræða
Leiðari 24. janúar 2025

Áreiðanleiki gagna og upplýsandi umræða

Bændablaðið er mest lesni prentmiðill landsins annað árið í röð skv. nýjum niður...

Bændablaðið í 30 ár
Leiðari 10. janúar 2025

Bændablaðið í 30 ár

Í mars verða þrjátíu ár síðan Bændablaðið kom fyrst út undir merkjum þá nýstofna...

Bændur, blaðið og skörungar
Leiðari 27. desember 2024

Bændur, blaðið og skörungar

Lognmolla er eitthvað sem á sér aldrei stað í landbúnaði. Atvinnugreinin er hrin...

Kjöt og kosningar
Leiðari 22. nóvember 2024

Kjöt og kosningar

Eftir nokkra daga mun þjóðin velja þá sem sitja á Alþingi næstu fjögur ár. Kosni...

Lágmarkskröfurnar
Leiðari 11. október 2024

Lágmarkskröfurnar

Tíunda grein laga um velferð dýra fjallar um getu, hæfni og ábyrgð umsjónarmanna...

Að vernda landbúnaðarland
Leiðari 1. október 2024

Að vernda landbúnaðarland

Margir tengja Hornafjörð við kartöflur enda eru þar mikil og góð ræktarsvæði sem...