Leyningshólaskógur er skógur við Leyningshóla syðst í Eyjafjarðardal. Hann samanstendur af elstu leifum birkiskógs í dalnum.
Leyningshólaskógur er skógur við Leyningshóla syðst í Eyjafjarðardal. Hann samanstendur af elstu leifum birkiskógs í dalnum.
Mynd / Aðsend
Á faglegum nótum 27. mars 2025

Endurheimt birkiskóglendis á Íslandi

Höfundur: Berglind Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Landi og skógi

Í ljósi vaxandi áskorana vegna loftslagsbreytinga og hnignunar vistkerfa er mikilvægi náttúrulegra skóga meira en nokkru sinni fyrr.

Alþjóðadagur skóga er haldinn árlega 21. mars samkvæmt ákvörðun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2012. Markmið ársins er að vekja athygli á mikilvægi skóga og trjáa fyrir samfélög og umhverfi um allan heim. Hvert ár ákveður samstarfsvettvangur um skóga (CPF) sérstakt þema, en árið 2025 er þema ársins „skógar og fæðutegundir“. Þar verður sjónum sérstaklega beint að hlutverki skóga í matvælaöryggi, næringu og lífsviðurværi fólks um allan heim. Í tilefni dagsins hafa FAO (Food and Agriculture Organization) og UNFF (United Nations Forum on Forests) meðal annars boðað til ljósmyndakeppni og gefið út myndband sem varpar ljósi á mikilvægi skóga í þessu samhengi.

Bonn-áskorunin og endurheimt birkiskóglendis á Íslandi

Í tilefni af alþjóðadegi skóga er viðeigandi að vekja sérstaka athygli á Bonn-áskoruninni, sem er eitt umfangsmesta alþjóðlega átakið í endurheimt. Bonn-áskorunin hefur það markmið að endurheimta hnignað land og skóglendi um allan heim, með heildarmarkmiði um 350 milljónir hektara árið 2030. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið í kjölfar Bonn-áskorunarinnar að leggja grunn að verulegri aukningu þekju birkiskóga og birkikjarrs, úr núverandi 1,5% af flatarmáli landsins í um 5%, eða um 350.000 hektara fyrir árið 2030.

Endurheimt skógarlandslags (Forest Landscape Restoration, FLR) er sú nálgun sem Bonn-áskorunin byggir á. Aðferðafræðin felur í sér að endurheimta og bæta vistkerfi í hnignuðu landslagi með áherslu á bæði náttúrulega ferla og velferð samfélaga. Hér á landi er sérstök áhersla lögð á að nýta náttúrulega framvindu birkisins þar sem hún er möguleg, en jafnframt grípa til endurnýjunar með aðstoð eða endurbyggingar eftir þörfum. Náttúruleg endurnýjun byggir á því að leyfa vistkerfinu að jafna sig sjálft þar sem gróðurskilyrði eru hagstæð. Endurnýjun sem nýtur aðstoðar felst í markvissum aðgerðum, svo sem gróðursetningu eða jarðvegsbótum, til að flýta bata vistkerfisins þar sem náttúrulegir ferlar eru hægir eða ófullnægjandi. Endurbygging er aftur á móti umfangsmeiri aðgerð þar sem gróður m.a. er fluttur inn á svæði þar sem hnignun er mjög mikil.

Íslensk framkvæmd Bonnáskorunarinnar leggur einnig áherslu á varðveislu erfðafræðilegrar fjölbreytni. Gott dæmi um þetta er ræktun og endurheimt birkitorfa í Hítardal. Þar sem hvorki hefur verið sáð né plantað í Hítardal bendir allt til þess að birkið sem þar vex sé upprunalegt staðarbirki, aðlagað staðbundnum umhverfisaðstæðum.

Tækifæri fyrir sveitarfélög og landeigendur

Bonn-áskorunin og markmið Íslands um aukna skógarþekju skapa mikilvæg tækifæri fyrir sveitarfélög og landeigendur til að leggja til svæði fyrir endurheimt skóglendis. Með þátttöku þeirra skapast forsendur fyrir sjálfbærri nýtingu lands, aukinni kolefnisbindingu og styrkingu byggðar. Verkefni á borð við Hekluskóga sýna hvernig skipulögð birkiskógrækt og endurheimt geta eflt landgæði og styrkt samfélögin.

Í sumar og haust verða tæplega milljón birkiplantna gróðursettar á lykilsvæðum, svo sem á Heklusvæðinu, við Ásbyrgi, Hólasand og Ássand. Land og skógur hvetur fleiri sveitarfélög til þátttöku og tekur á móti tillögum um hentug svæði sem gætu orðið hluti af skipulagi sveitarfélaganna. Bonn-áskorunin getur verið góð leið fyrir Ísland til að mæta alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum, stuðla að náttúruvernd og styrkja byggð um land allt.

Við hvetjum landeigendur og sveitarfélög til þátttöku og til að leggja fram tillögur um hentug svæði fyrir endurheimt birkiskóglendis.

Nánari upplýsingar og kynning á Bonn-verkefninu: Berglind Guðjónsdóttir hjá Landi og skógi.

Skylt efni: birkiskógar

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...