Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðarhitaðir heitapottar og finnsk gufa hefur verið samofin hátíðinni frá upphafi. Sólin lék við hátíðargesti á föstudeginum og var þá að vonum þéttsetið í pottunum.
Viðarhitaðir heitapottar og finnsk gufa hefur verið samofin hátíðinni frá upphafi. Sólin lék við hátíðargesti á föstudeginum og var þá að vonum þéttsetið í pottunum.
Mynd / Anne Laure Amayon
Fréttir 25. júlí 2023

Gata sem iðar af lífi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Litrík menningarstarfsemi í smærri sveitarfélögum er verðmætt aðdráttarafl. Það spilar mikilvægt efnahagslegt og félagslegt hlutverk og blæs hressandi lífi í lítil samfélög.

Per Martin Gregersen, sveitastjóri Eysturkommúnu, er að vonum stoltur af vinsældum G! Festival sem fer fram í júlímánuði ár hvert. Mynd / ghp

Tónlistarhátíðin G! Festival í Götu í Færeyjum hefur farið vaxandi á undanförnum árum og er nú meðal stærstu hátíða þar í landi. Per Martin Gregersen er sveitarstjóri Eysturkommúnu, hvar Gata er staðsett. Hann segir menningarhátíðina vera grundvallarviðburð fyrir þetta litla bæjarfélag. „G! Festival er okkar þjóðhátíð, í gamla daga vorum við með minni hátíðir en hún dró ekki að gesti utan bæjarins. Þessi hátíð hefur hins vegar dregið til sín fólk alls staðar af frá Færeyjum og einnig erlenda gesti, sem geta þá komið hingað og notið náttúrufegurðarinnar og menningarinnar. Svæðið er fullkomið fyrir hátíð af þessari stærðargráðu. Hátíðin vekur jafnan jákvæða athygli á sveitarfélaginu og er því mikilvægur kynningarvettvangur fyrir svæðið.“

Framsækið samfélag

Per Martin var aðeins þrítugur þegar hann var kjörinn sveitarstjóri þessa fjórða stærsta sveitarfélags Færeyja sem telur um 2.300 íbúa. Hann er uppalinn í bænum og vill ekki neins staðar annars staðar búa. Meginatvinnuvegur bæjarfélaganna er sjávarútvegur, en eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins er með framleiðslu í sveitarfélaginu. Þá segir Per Martin að staðsetning þess sé hentug fyrir fólk sem starfar annars staðar, þannig sé stutt að sækja vinnu til höfuðborgarinnar.

Mörg þúsund manns sóttu hátíðina í ár. Mynd / Marius Mada Dale

„Ég er fæddur og uppalinn hér og hef alltaf verið hér og bærinn stendur nærri hjarta mínu.

Það er reyndar tilfellið með fólk frá Götu, svo virðist sem það vilji alltaf flytja til baka. Hér er huggulegt andrúmsloft, þetta er mjög framsækið samfélag, nýsköpun og ný fyrirtæki eru velkomin hingað,“ segir hann, enda hefur íbúum sveitarfélagsins fjölgað statt og stöðugt síðustu ár. Upphaf G! Festivals má rekja til upphaf aldarinnar, en færeyskir tónlistarmenn komu henni á fót eftir að hafa hafa tekið þátt í Iceland Airwaves hér á landi.

G! Festival fer fram í Syðrugøtu en íbúar þess eru um 500 talsins. Mynd / ghp

„Þeir byggðu lítið svið hér á ströndinni og buðu færeyskum tónlistarmönnum að spila. Nokkrum árum síðar voru alþjóðlegir listamenn farnir að mæta og hátíðin sprakk út,“ segir Per Martin. Gegnum árin hefur hátíðin svo vaxið, hún er einkar vinsæl meðal heimamanna og erlendum gestum fjölgar ár frá ári. Uppistaða listamanna hátíðarinnar eru innlendir og er hún því mikilvægur stökkpallur fyrir færeyskt tónlistarlíf. Meðal innlendra flytjenda var Eivör, rapphljómsveitin RSP, Byrta var með endurkomu og Sakaris, sem hér er búsettur, fór á kostum. Þá mátti stíga færeyskan dans, hlýða á kvennakór og innlenda þjóðlagatónlist og tilraunagjörninga listamanna. Íslenskir flytjendur tróðu líka upp, þar á meðal Bríet, Axel Flóvent og Árstíðir.

Samofin hátíðinni er svo rammfinnsk gufuhefð með viðarhituðum heitapottum á ströndinni. Per Martin segir að finnskur maður hefði verið á staðnum með fargufu á einni af fyrstu hátíðunum og einhverra hluta vegna varð sú dægradvöl fastur liður. Sjá mátti tugi hátíðagesta njóta sín á ströndinni, jafnvel undir dynjandi tónlist á sviðinu steinsnar þar frá.

Skylt efni: Færeyjar

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...