Gripir að skila sér rýrari af fjalli
Myndarlegur fjárhópur á haustbeit í Hænuvík í Patreksfirði. Líklegt er að fallþungi þessara lamba sé minni en dilka sem slátrað var í fyrra, en á öllu landinu hafa gripir skilað sér rýrari af fjalli en árið 2021.
Helstu skýringarnar sé að finna í köldu sumri sem varð til þess að gróður tók ekki almennilega við sér. Sláturtíð stendur sem hæst um þessar mundir og hafa rúmlega 250 þúsund dilkar farið í gegnum sláturhús landsins. Að meðaltali er fallþunginn 700 grömmum lægri en á sama tíma í fyrra. Minnst þyngdartap er í norðvesturfjórðungi, mest á austur- og norðausturhluta landsins. Einar Kári Magnússon, yfirkjötmatsmaður hjá Mast, segir að þrátt fyrir þetta sé árið gott í sögulegu samhengi.
Nýtt Bændablað kom út í dag