Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðfinna Harpa Árnadóttir á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda.
Guðfinna Harpa Árnadóttir á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda.
Mynd / smh
Fréttir 5. apríl 2019

Guðfinna Harpa er nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda

Höfundur: smh

Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu, er nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda (LS). Kosið var rétt í þessu á milli þriggja frambjóðenda á aðalfundi LS sem nú stendur yfir á Hótel Sögu.

Í framboði voru auk Guðfinnu Hörpu þeir Trausti Hjálmarsson, bóndi í Austurhlíð 2, og Sigurður Þór Guðmundsson í Holti. Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sólheimahjáleigu, dró framboð sitt til baka rétt fyrir kosningu og lýsti yfir stuðningi við Guðfinnu Hörpu.

Kosið var á milli þeirra Guðfinnu og Sigurðar þar sem þau hlutu flest atkvæði í fyrstu umferð og hlaut Guðfinna þá 23 atkvæði en Sigurður 15 og einn skilaði auðu.

Guðfinna Harpa starfar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og hefur áður starfað hjá Búnaðarsambandi Austurlands. Í tilkynningu á Facebook-síðu hennar vegna framboðsins segir:

„Á undanförnum vikum hef ég íhugað hvert ég vil sjá sauðfjárrækt, sauðfjárbændur og Landssamtök sauðfjárbænda stefna. Hvatinn að þeim vangaveltum mínum er að hluta til rekstrarstaða sauðfjárbúa út frá mjög lækkuðu afurðaverði undanfarinna ára, að hluta til nýsamþykkt endurskoðun á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar og svo sú staðreynd að Oddný Steina Valsdóttir formaður landssamtakanna hefur ákveðið að að draga sig í hlé eftir góð og mikil störf á krefjandi tímum.

Mín sýn á framtíð sauðfjárbúskapar á Íslandi, dregin saman í örfá orð, er björt og sé ég fyrir mér að hún muni byggja á öflugri markaðssetningu, hérlendis og erlendis, á einstakri og eftirsóttri gæðavöru sem framleidd er af metnaðarfullum bændum sem standa þétt saman um stóru málin þrátt fyrir að þeir reki hver sitt fyrirtæki á sinn hátt.

Markmið eins og þau sem ég set fram hér að framan nást ekki af sjálfu sér og þarf þá hver og einn að meta hvað hann getur lagt af mörkum. Ég á auðvelt með að ná yfirsýn, er heiðarleg, dugleg og sjálfstæð í vinnubrögðum en á líka gott með að vinna með fólki og virkja fólk með mér vegna þess að ég hlusta á fjölbreytt sjónarmið og er tilbúin að miðla upplýsingum til fólks.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...