Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Minkaskinn hækkaðu upp í 5.000 kr. í september, en þurfa að seljast á 9.000 kr. til að standa undir kostnaði.
Minkaskinn hækkaðu upp í 5.000 kr. í september, en þurfa að seljast á 9.000 kr. til að standa undir kostnaði.
Mynd / ál
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir starfsbræður sína bjartsýna eftir að skinn hækkuðu í verði á síðustu uppboðum.

Íslenskir minkabændur selja sín skinn í gegnum uppboðshús í Finnlandi þrisvar á ári og varð þrjátíu prósent hækkun milli ára á uppboði í september. Björn segir það ekki eins mikið og það hljómar þar sem verðið var lágt fyrir. Skinnin fóru úr tæplega 4.000 krónum upp í rúmlega 5.000 krónur stykkið.

Undir kostnaðarverði

Björn segir útreiknað kostnaðarverð við framleiðslu vera í kringum 9.000 krónur á skinn en frá árinu 2015 hefur verðið á minkaskinnum verið mjög lágt. „Fjárhagurinn er erfiður hjá okkur öllum en við höfum þraukað lengi og munum þrauka áfram,“ segir hann.

Öll skinn sem voru í boði á uppboðunum seldust sem hefur ekki gerst í nokkur ár. Björn telur fullt erindi til bjartsýni, enda hafa borist fregnir af aukinni eftirspurn eftir loðfeldum í Kína, þar sem er stærsti markaðurinn með þessar vörur. Næsta uppboð verður í mars, en þá ættu áhrif aukinnar eftirspurnar að koma í ljós.

Undirbúa betri tíð

Á landinu eru sex minkabændur, þar af fimm á Suðurlandi og einn í Mosfellsbæ. Til þess að undirbúa sig fyrir bjartari framtíð stóðu þeir fyrir heimsókn dansks loðdýrabónda til Íslands sem var einn sá fremsti á sínu sviði áður en greinin hrundi þar í landi vegna Covid-niðurskurðar. Hann kom til að hjálpa íslenskum bændum við að flokka dýr og velja bestu einstaklingana í ræktunarstarfið til þess að þeir geti haldið uppi gæðum þrátt fyrir lítinn stofn. Á árum áður var hægt að kaupa lífdýr af honum og fleirum í Danmörku. Eftir pelsun í byrjun vetrar þurfa minkabændurnir á Suðurlandi sjálfir að verka og þurrka sín skinn en hingað til hafði Einar E. Einarsson á Skörðugili í Skagafirði tekið það verk að sér fyrir aðra. Bændurnir keyptu af honum allan búnað og verða með sameiginlega verkun á Túni í Flóa.

Skylt efni: minkaskinn

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...