Minkaskinn hækkaðu upp í 5.000 kr. í september, en þurfa að seljast á 9.000 kr. til að standa undir kostnaði.
Minkaskinn hækkaðu upp í 5.000 kr. í september, en þurfa að seljast á 9.000 kr. til að standa undir kostnaði.
Mynd / ál
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir starfsbræður sína bjartsýna eftir að skinn hækkuðu í verði á síðustu uppboðum.

Íslenskir minkabændur selja sín skinn í gegnum uppboðshús í Finnlandi þrisvar á ári og varð þrjátíu prósent hækkun milli ára á uppboði í september. Björn segir það ekki eins mikið og það hljómar þar sem verðið var lágt fyrir. Skinnin fóru úr tæplega 4.000 krónum upp í rúmlega 5.000 krónur stykkið.

Undir kostnaðarverði

Björn segir útreiknað kostnaðarverð við framleiðslu vera í kringum 9.000 krónur á skinn en frá árinu 2015 hefur verðið á minkaskinnum verið mjög lágt. „Fjárhagurinn er erfiður hjá okkur öllum en við höfum þraukað lengi og munum þrauka áfram,“ segir hann.

Öll skinn sem voru í boði á uppboðunum seldust sem hefur ekki gerst í nokkur ár. Björn telur fullt erindi til bjartsýni, enda hafa borist fregnir af aukinni eftirspurn eftir loðfeldum í Kína, þar sem er stærsti markaðurinn með þessar vörur. Næsta uppboð verður í mars, en þá ættu áhrif aukinnar eftirspurnar að koma í ljós.

Undirbúa betri tíð

Á landinu eru sex minkabændur, þar af fimm á Suðurlandi og einn í Mosfellsbæ. Til þess að undirbúa sig fyrir bjartari framtíð stóðu þeir fyrir heimsókn dansks loðdýrabónda til Íslands sem var einn sá fremsti á sínu sviði áður en greinin hrundi þar í landi vegna Covid-niðurskurðar. Hann kom til að hjálpa íslenskum bændum við að flokka dýr og velja bestu einstaklingana í ræktunarstarfið til þess að þeir geti haldið uppi gæðum þrátt fyrir lítinn stofn. Á árum áður var hægt að kaupa lífdýr af honum og fleirum í Danmörku. Eftir pelsun í byrjun vetrar þurfa minkabændurnir á Suðurlandi sjálfir að verka og þurrka sín skinn en hingað til hafði Einar E. Einarsson á Skörðugili í Skagafirði tekið það verk að sér fyrir aðra. Bændurnir keyptu af honum allan búnað og verða með sameiginlega verkun á Túni í Flóa.

Skylt efni: minkaskinn

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...

Land tryggt undir vindmyllusvæðin
Fréttir 11. nóvember 2024

Land tryggt undir vindmyllusvæðin

Skipulagsstofnun hefur fengið fyrirhugaðan vindorkugarð í Fljótsdalshreppi inn á...

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt
Fréttir 11. nóvember 2024

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt

Erfðarannsóknir í íslenskri kornrækt sækja í sig veðrið um þessar mundir, ekki s...

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...