Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hagsmunum landbúnaðarins er fórnað fyrir heildsala
Mynd / TB
Fréttir 20. febrúar 2019

Hagsmunum landbúnaðarins er fórnað fyrir heildsala

Höfundur: Ritstjórn

Bændasamtökin sendu frá sér yfirlýsingu undir kvöld þar sem þau bregðast við fregnum að nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra sem kynnt var seinni partinn í dag. Frumvarpið gerir innflutningsfyrirtækjum kleift að flytja inn hrátt ófrosið kjöt, fersk egg og ógerilsneyddar mjólkurvörur frá og með 1. september á þessu ári. Við sama tækifæri kynnti ráðherra aðgerðaáætlun í tólf liðum sem ætlað er að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.

Ábyrgð ráðherra er mikil

Bændasamtökin segja það mikil vonbrigði að landbúnaðarráðherra skuli gefast upp í baráttunni við að halda uppi rétti okkar Íslendinga til að verja lýðheilsu og íslenska búfjárstofna. „Fyrirætlun ráðherra er kynnt þrátt fyrir varnaðarorð fjölda fólks í gegnum tíðina, s.s. lækna, vísindamanna, bænda og stjórnmálamanna. Bent hefur verið á að aukinn innflutningur muni fjölga sýkingum í mönnum, ógna viðkvæmum búfjárstofnum og auka líkurnar á því að nær alónæmar bakteríur nái hér fótfestu,“ segir í yfirlýsingunni.

Samtökin segja að ábyrgð ráðherra sé mikil og furðulegt að ríkisstjórn, sem hefur talað um á tyllidögum að efla íslenska matvælaframleiðslu, skuli fara fram með þessum hætti. Bændasamtökin lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum í málinu.

Viðskiptahagsmunir teknir fram yfir heilbrigðisrök

„Að mati BÍ er hagsmunum landbúnaðarins fórnað fyrir heildsala sem vilja flytja inn erlendan mat í stórum stíl. Viðskiptahagsmunir eru teknir fram yfir heilbrigðisrök. Búfjárheilsa er látin lönd leið og bitlausar varnir í aðgerðaáætlun landbúnaðarráðherra duga skammt. Það er þverstæða að kynna til sögunnar aðgerðaáætlun til að auka matvælaöryggi á sama tíma og innflutningur á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurafurðum er heimilaður. Við eigum hreina og heilbrigða búfjárstofna og erum heppin að því leyti að matvælasýkingar eru fátíðar hérlendis. Það er beinlínis skylda okkar að viðhalda þeirri góðu stöðu.“

Hver mun bæta tjón?

Samtökin telja hafið yfir vafa að innflutningur á hráu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurvörum muni valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni. Þau benda á að Ísland sé ekki aðili að evrópskum tryggingarsjóðum sem bæta tjón ef upp koma alvarlegar sýkingar í landbúnaði og þyrfti ríkisvaldið ásamt bændum að bera slíkar byrðar.

Formaður BÍ treystir á að Alþingi grípi í taumana

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir í lok yfirlýsingarinnar að stjórnvöld virðist ekki hafa raunverulegan áhuga á að efla innlenda matvælaframleiðslu.

„Frumvarp landbúnaðarráðherra veldur okkur miklum vonbrigðum en bændur munu halda áfram að fjalla um mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu og vara við innflutningi á ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurvörum. Aðgerðaáætlunin, sem fylgir frumvarpinu, er rýr í roðinu. Þar er mikil vinna fram undan og flest á byrjunarreit. Við munum á næstu dögum skoða aðkomu okkar að þeim samstarfsverkefnum sem stjórnvöld hafa sett á laggirnar á síðustu vikum. Þessi ákvörðun ráðherra segir raunverulega að stjórnvöld hafi ekki vilja til þess að efla innlenda matvælaframleiðslu. Það er það sorglegasta í málinu.

Það er óraunhæft að ætla að 1. september næstkomandi verði öll mál komin í höfn sem talin eru upp í aðgerðaáætlun stjórnvalda. Nú kemur málið til kasta Alþingis og við getum ekki annað en treyst því að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar standi með almannahagsmunum og komi í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn óbreytt,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...