Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Handónýtir vegir í uppsveitum Árnessýslu
Fréttir 28. nóvember 2016

Handónýtir vegir í uppsveitum Árnessýslu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Ástandið er alls ekki gott, vegirnir eru víða mjög slæmir og þarfnast mikils viðhalds. Það vantar miklu, miklu meira fjármagn til Vegagerðarinnar svo hún geti sinnt sínum störfum og haldið vegunum við. 
 
Ég veit að þeir eru allir af vilja gerðir en það stendur á peningum frá ríkisvaldinu,“ segir Ólafur Guðmundsson, einn helsti vega­sérfræð­ingur landsins. 
 
Ólafur Guðmunds
son.
Hann hefur nýlega skilað af sér skýrslu til sveitar­félaganna í upp­sveitum Árnes­sýslu, Flóa­hrepps og Ásahrepps um ástand veganna á þessum svæðum. Skýrslan er vægast sagt svört því vegirnir eru meira og minna handónýtir. Í bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar segir m.a.: „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur ríkisvaldið til að leggja meira fjármagn til uppbyggingar og viðhalds á vegakerfinu enda löngu orðið tímabært. Með áframhaldandi fjölgun ferðamanna mun vegakerfið gefa sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir íbúa, fyrirtæki svæðisins og ferðamenn. Ekki er lengur við þetta ástand unað þar sem öryggismálum almennings er ekki sinnt.“ 

Skylt efni: Vegagerð | Vegamál | Árnessýsla

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...