Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Heildsölu- og lágmarksverð mjólkur hækkar til framleiðenda
Mynd / smh
Fréttir 29. mars 2021

Heildsölu- og lágmarksverð mjólkur hækkar til framleiðenda

Höfundur: smh

Lágmarksverð mjólkur til bænda og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða hækkar samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvöru.

Helstu breytingarnar eru að lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda hækkar um 3,77 prósent, úr 97,84 krónum á lítrann í 101,53 krónum á lítrann.

Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar um 3,47 prósent, nema smjör sem hækkar um 8,47 prósent og heildsöluverð á mjólkurdufti verður óbreytt.

Í tilkynningur úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að verðhækkunin sé komin til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. júní 2020. Frá síðustu verðbreytingu til marsmánaðar 2021 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 3,77%. Fyrir sama tímabil er reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva 3,58%. 

Ákvörðun verðlagsnefndar um að halda heildsöluverði á undanrennu- og nýmjólkurdufti óbreyttu og að hækka smjör sérstaklega um 5%, er liður í því að ýta undir betra jafnvægi milli fituríkra og próteinríkra mjólkurvara á markaði og vegna þess að heildsöluverð á smjöri hefur verið undir framleiðslukostnaði um árabil,“ segir í tilkynningunni.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...