Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hringrásarhagkerfið og matvælastefnan
Fréttir 20. nóvember 2023

Hringrásarhagkerfið og matvælastefnan

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælaþing fór fram í Hörpu 15. nóvember. Meginstef þingsins var hringrásarhagkerfið, í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins 2040.

Ladeja Godina Košir

Þetta er í annað skiptið sem haldið er matvælaþing en þar koma saman til
skrafs og ráðagerða þær starfsgreinar sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla á Íslandi. Vettvangur skapast þannig fyrir samtal milli og stjórnvalda um matvæli í hringrásarhagkerfinu. Tveir gestafyrirlesarar fluttu framsögur á matvælaþingi, annars vegar Ladeja Godina Košir, stofnandi og framkvæmdastjóri Circular Change-samtakanna í Slóveníu, og hins vegar Anne Pøhl Enevoldsen, sviðsstjóri hjá dönsku matvæla- og dýraeftirlitsstofnuninni. Þær fjölluðu um innleiðingu hringrásarhagkerfis í matvælaframleiðslu á alþjóðlega vísu. Košir fjallaði m.a. um að Slóvenía, með sínar tvær milljónir íbúa, væri að sumu leyti á pari við Ísland þegar kæmi að áherslunni á að byggja upp stöðugt, ábyrgt  og sjálfbært matvælakerfi innanlands til að takast á við alþjóðlegar áskoranir. Slóvenía nýtti ekki til fullnustu efnahagslegar auðlindir sínar á skilvirkan og sjálfbæran hátt og landið ætti mikið inni, t.d. í frekari ræktun. Margt sé þó gert vel og t.a.m. hvetji yfirvöld veitingastaði og ferðamannaiðnaðinn til að forgangsraða staðbundnu hráefni á matseðla og neytendur séu fræddir um kosti þess að velja staðbundnar vörur. Íslendingar mættu, skv. Košir, leggja meiri áherslu á að ná hagsmunaaðilum í hringlaga hagkerfi, að leita eftir jafnvægi milli innnlendra merkinga og umhverfismerkja, huga að frekari nýsköpun í t.d. sjávarútvegi, landbúnaði og fiskeldi og rannsaka hegðunarbreytingar í samfélaginu og taka tillit til þeirra, svo eitthvað sé nefnt.

Þá voru örfyrirlestrar og pallborð um afmörkuð efni, t.d. nýtingu hráefnis, kolefnisspor og sóun í matvælakeðjunni á Íslandi, framleiðslu sem styður við hringrásarhagkerfið og framtíð matvælaframleiðslu. Einnig um nýtingarhlutfall lambakjöts og aukaafurða, um nýtingu leifa, eflingu kornræktar, neysluhegðun og framtíðarmatvæli, svo eitthvað sé nefnt.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...