Hrútaþukl á Ströndum
Átjánda Íslandsmótið í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum sunnudaginn 21. ágúst næstkomandi.
Þessari skemmtilegu keppni hefur verið aflýst tvö ár í röð vegna sóttvarnatakmarkana, en verður nú endurvakin, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Sauðfjársetrinu. Þar er haft eftir Ester Sigfúsdóttur framkvæmdastjóra að hrútaþuklið sé stærsti viðburðurinn í starfi Sauðfjársetursins. Oft hafi á bilinu 300500 gestir mætt á viðburðinn og vonast til að fólk fjölmenni einnig í ár.