Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Humarleiðangur Hafró
Mynd / Anton Ahlberg - Unsplash
Fréttir 12. júlí 2023

Humarleiðangur Hafró

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hafrannsóknastofnun hélt í rannsóknarleiðangur dagana 6. til 15. júní síðastliðinn.

Þar var stofnstærð humars metin út frá humarholufjölda með hjálp neðansjávarmyndavéla.

Myndað var á 89 stöðum, allt vestan frá Jökuldýpi á Faxaflóa austur til Lóndýpis. Niðurstöður leiðangursins verða kynntar í haust þegar búið er að fara yfir allt myndefnið, en fyrsta yfirferð bendir til aukningar frá síðasta mati. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.

Togað var á 17 stöðum til að safna upplýsingum um stærðarsamsetningu og kynþroska. Á flestum stöðum veiddist lítið af humri og voru þeir almennt stórir. Þekkt er þegar veiði er dræm að einkum veiðist stór dýr. Enn fremur voru tekin háfsýni á 26 stöðum til að fá upplýsingar um magn humarlirfa og samsetningu dýrasvifs á svæðinu. Leiðangurinn fór fram um borð í Bjarna Sæmundssyni HF 30, rannsóknarskipi Hafrannsóknastofnunar.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...