Hveiti hækkar í verði um 30%
Spár gera ráð fyrir að verð á hveiti muni hækka um allt að 30% vegna þurrka á líðandi sumri og samdráttar í uppskeru af þeirra völdum.
Verð á hveitibirgðum er þegar farið að hækka á hveitimörkuðum og talið að það eigi eftir að hækka enn meira þegar fer að ganga á birgðirnar. Samdráttur í uppskeru vegna viðvarandi þurrka á hveitiræktarsvæðum heims mun einnig hafa áhrif og þrýsta verðinu upp.
Á Bretlandi einu er talið að uppskeran í ár verði þremur milljónum tonnum minni en á síðasta ári og hefur brauð þar í landi þegar hækkað um 8% í kjölfar þess.