Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hvítar ólífur er sagðar sætari á bragðið en hefðbundnar ólífur og henti því betur til átu en til olíugerðar.
Hvítar ólífur er sagðar sætari á bragðið en hefðbundnar ólífur og henti því betur til átu en til olíugerðar.
Fréttir 26. mars 2019

Hvítar ólífur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhugi á staðbundnum yrkjum er sífellt að aukast og vilji til að halda þeim við vex ár frá ári. Gamalt yrki af hvítum ólífum sem var þekkt og eftirsótt við hirðir í Evrópu á miðöldum er nú orðið eftirsótt aftur.

Í dag eru hvítar ólífur að mestu bundnar við staðbundna ræktun á eyjunni Möltu. Algengasta yrkið kallast 'bajada' og er mun sætara en venjulegar olíur og hentar því betur til átu en olíugerðar.

Talið er að hvítar ólífur hafi orðið til við stökkbreytingu þannig að aldin ólífutrjáa hafi hætt að framleiða grænukorn og ræktendur tekið greinar af þeim trjám og grætt á venjuleg ólífutré til áframræktunar.

Heimildir eru um að tré með hvítum ólífum hafi auk Möltu vaxið á Grikklandi, Ítalíu og Norður-Afríku en að þær hafi verið minni en á Möltu. Talið er að hvítar ólífur hafi borist til Möltu frá Ítalíu á miðöldum og þá hugsanlega sem skrautplanta.

Sagt er að fyrr á öldum hafi hvítar ólífur verið eftirsóttar í hirðveislum miðaldaaðalsins í Evrópu og að franskur læknir hafi haft atvinnu af því að ferðast milli halla- og klausturgarða og græða greinar af trjám sem gáfu af sér hvítar ólífur á hefðbundin ólífutré. Einnig segir sagan að olía hvítra ólífa hafi verið eftirsótt sem smurningsolía við kirkjulegar athafnir.

Uppi eru hugmyndir um að reyna ræktun á hvítum maltverskum ólífum víðar um heim, til dæmis suðurríkjum Bandaríkjanna og Nýja-Sjálandi. 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...