Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hvítar ólífur er sagðar sætari á bragðið en hefðbundnar ólífur og henti því betur til átu en til olíugerðar.
Hvítar ólífur er sagðar sætari á bragðið en hefðbundnar ólífur og henti því betur til átu en til olíugerðar.
Fréttir 26. mars 2019

Hvítar ólífur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhugi á staðbundnum yrkjum er sífellt að aukast og vilji til að halda þeim við vex ár frá ári. Gamalt yrki af hvítum ólífum sem var þekkt og eftirsótt við hirðir í Evrópu á miðöldum er nú orðið eftirsótt aftur.

Í dag eru hvítar ólífur að mestu bundnar við staðbundna ræktun á eyjunni Möltu. Algengasta yrkið kallast 'bajada' og er mun sætara en venjulegar olíur og hentar því betur til átu en olíugerðar.

Talið er að hvítar ólífur hafi orðið til við stökkbreytingu þannig að aldin ólífutrjáa hafi hætt að framleiða grænukorn og ræktendur tekið greinar af þeim trjám og grætt á venjuleg ólífutré til áframræktunar.

Heimildir eru um að tré með hvítum ólífum hafi auk Möltu vaxið á Grikklandi, Ítalíu og Norður-Afríku en að þær hafi verið minni en á Möltu. Talið er að hvítar ólífur hafi borist til Möltu frá Ítalíu á miðöldum og þá hugsanlega sem skrautplanta.

Sagt er að fyrr á öldum hafi hvítar ólífur verið eftirsóttar í hirðveislum miðaldaaðalsins í Evrópu og að franskur læknir hafi haft atvinnu af því að ferðast milli halla- og klausturgarða og græða greinar af trjám sem gáfu af sér hvítar ólífur á hefðbundin ólífutré. Einnig segir sagan að olía hvítra ólífa hafi verið eftirsótt sem smurningsolía við kirkjulegar athafnir.

Uppi eru hugmyndir um að reyna ræktun á hvítum maltverskum ólífum víðar um heim, til dæmis suðurríkjum Bandaríkjanna og Nýja-Sjálandi. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...