Íbúum í Ölfusi, Hveragerði og Árborg fjölgar hratt
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Íbúum á Suðurlandi fjölgar stöðugt, ekki síst á þeim stöðum sem næstir eru höfuðborginni.
Árið 2015 fjölgaði íbúum í Árborg t.d. um 150 sem þýðir 1,86% fjölgun, í Hveragerði fjölgaði íbúum um 75 sem þýðir 3,14% fjölgun og í Ölfusi fjölgaði íbúum líka mikið, eða um 3,7% og eru þeir nú 1.954 talsins. Í Hveragerði búa í dag 2.462 íbúar og í Árborg búa 8.202 íbúar.