Innflutningur á blómum
Miðvikudaginn 15. maí 2019 rann út tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna seinni hluta ársins 2019. Kvótunum hefur verið úthlutað.
Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir blómstrandi pottaplöntur, samtals 4.450 stykki, á meðalverðinu 100 krónur stykkið. Hæsta boð var 120 krónur en lægsta boð var 72 krónur fyrir stykkið. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 1.650 krónur stykkið á meðalverðinu 119 krónur stykkið.
Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir aðrar pottaplöntur, samtals 5.660 stykki, á meðalverðinu 113 krónur stykkið. Hæsta boð var 129 krónur en lægsta boð var 83 krónur stykkið. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 2.160 stykkjum á meðalverðinu 126 krónur stykkið.
Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir tryggðablóm, samtals 13.500 stykkið, á meðalverðinu 41 krónu stykkið. Hæsta boð var 50 krónur en lægsta boð var 35 krónur stykkið. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 6.500 stykkjum. á meðalverðinu 45 krónur stykkið.
Fimm tilboð bárust í tollkvóta fyrir afskorin blóm, samtals 288.750 stykki, á meðalverðinu 28 krónur stykkið. Hæsta boð var 50 krónur en lægsta boð var 1 króna stykkið. Tilboði var tekið frá þremur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 118.750 stykkjum á meðalverðinu 40 krónur stykkið.