Ísland í úrslit Bocuse D'Or
Rétt í þessu var tilkynnt um úrslit í Evrópuforkeppni matreiðslukeppninnar Bocuse d´Or þar sem Viktor Örn Andrésson keppti fyrir hönd Íslands, ásamt aðstoðarmönnum sínum. Íslenska liðið náði fimmta sæti sem telst frábær árangur, en það tryggir liðinu sæti í aðalkeppni Bocuse d'Or sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 24. og 25. janúar 2017.
Keppt var í tveimur riðlum, alls 20 lið, og fara tólf þjóðir upp úr riðlunum og keppa í Lyon. Sérstök aukaverðlaun voru veitt fyrir einstaka rétti og þar sigraði Íslenski fiskrétturinn. Svíþjóð var með besta aðstoðarmanninn og Frakkland með besta kjötréttinn.