Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenska kokkalandsliðið á verðlaunapall á Ólympíuleikunum
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 19. febrúar 2020

Íslenska kokkalandsliðið á verðlaunapall á Ólympíuleikunum

Höfundur: smh

Íslenska kokkalandsliðið komst í dag á verðlaunapall á Ólympíuleikunum landsliða í matreiðslu í fyrsta skipti. Úrslitin voru kynnt rétt í þessu í Stuttgart í Þýskalandi. Liðið fékk bronsverðlaun í heildarstigakeppninni.

Keppnisdagarnir voru tveir með tveimur keppnisgreinum og fékk íslenska liðið gullverðlaun út úr þeim báðum. Á laugardaginn var keppt í keppnisgreininni Chef‘s table og á mánudaginn í heita matnum.

Gullverðlaun geta fleiri en eitt lið fengið út úr hvorri keppnisgrein og eru til marks um að tiltekinn stigafjöldi hafi náðst. Einungis landslið Svía og Norðmanna fengu einnig gullverðlaun út úr báðum keppnum. 

Norðmenn urðu Ólympíumeistarar og Svíar fengu silfurverðlaun í heildarstigakeppni landsliða.

Áhersla á íslenskt hráefni til matargerðarinnar

Kokkalandsliðið æfði stíft síðustu átta mánuði fyrir keppnina. Hátt í fjögur tonn af búnaði var sendur til Þýskalands en liðið þurfti að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum. Auk þess var talsverður hluti hráefnisins fluttur út til Þýskalands, en Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina. 
 
Ólympíuleikarnir í matreiðslu, IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti í Þýskalandi og í ár eru 25 ár frá því þeir voru fyrst haldnir.

Um 2.000 af færustu matreiðslumeisturum heims keppa þar í nokkrum keppnisgreinum matreiðslu.

Hér að neðan eru viðbrögðin við úrslitum af Facebook-síðu kokkalandsliðsins.

 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...