Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenska kokkalandsliðið á verðlaunapall á Ólympíuleikunum
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 19. febrúar 2020

Íslenska kokkalandsliðið á verðlaunapall á Ólympíuleikunum

Höfundur: smh

Íslenska kokkalandsliðið komst í dag á verðlaunapall á Ólympíuleikunum landsliða í matreiðslu í fyrsta skipti. Úrslitin voru kynnt rétt í þessu í Stuttgart í Þýskalandi. Liðið fékk bronsverðlaun í heildarstigakeppninni.

Keppnisdagarnir voru tveir með tveimur keppnisgreinum og fékk íslenska liðið gullverðlaun út úr þeim báðum. Á laugardaginn var keppt í keppnisgreininni Chef‘s table og á mánudaginn í heita matnum.

Gullverðlaun geta fleiri en eitt lið fengið út úr hvorri keppnisgrein og eru til marks um að tiltekinn stigafjöldi hafi náðst. Einungis landslið Svía og Norðmanna fengu einnig gullverðlaun út úr báðum keppnum. 

Norðmenn urðu Ólympíumeistarar og Svíar fengu silfurverðlaun í heildarstigakeppni landsliða.

Áhersla á íslenskt hráefni til matargerðarinnar

Kokkalandsliðið æfði stíft síðustu átta mánuði fyrir keppnina. Hátt í fjögur tonn af búnaði var sendur til Þýskalands en liðið þurfti að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum. Auk þess var talsverður hluti hráefnisins fluttur út til Þýskalands, en Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina. 
 
Ólympíuleikarnir í matreiðslu, IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti í Þýskalandi og í ár eru 25 ár frá því þeir voru fyrst haldnir.

Um 2.000 af færustu matreiðslumeisturum heims keppa þar í nokkrum keppnisgreinum matreiðslu.

Hér að neðan eru viðbrögðin við úrslitum af Facebook-síðu kokkalandsliðsins.

 

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...