Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ístex annar ekki eftirspurn í Léttlopa og Álafosslopa
Mynd / HKr.
Fréttir 17. mars 2021

Ístex annar ekki eftirspurn í Léttlopa og Álafosslopa

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Þrátt fyrir COVID-19 hefur sjaldan verið jafnmikið að gera hjá Ístex eins og nú og segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Sigurður Sævar Gunnarsson, að líkja megi ástandinu við tímabilið eftir efnahagshrun. Sala á íslenskum lopa til Finnlands eykst ár frá ári á meðan Bretlandsmarkaður er nánast stopp í augnablikinu.

„Okkar staða er mjög sérstök eins og í útflutningsullinni. Á Bretlands­markaði, sem hefur jafnan verið okkar stærsti utanlandsmarkaður, er markaðurinn erfiður og verðið er lágt. Það er reyndar aðeins að skána varðandi sölu en verðið hefur staðið í stað. Við höfum aðallega verið að selja í gólfteppaband til Bretlands en sá markaður er stopp eins og staðan er núna út af COVID-19 því ullin okkar hefur þá mest verið að nýtast í gólfteppi í skemmtiferðaskip, hótel og skóla sem dæmi,“ útskýrir Sigurður.

Finnlandsmarkaður ört stækkandi

Innanlandsmarkaður hefur verið líflegur undanfarið ár og eins sala á íslenskum lopa til Finnlands og Skandinavíu, svo borið hefur við að ákveðnir litir hafa verið uppseldir um nokkurt skeið, sérstaklega í Léttlopa og Álafosslopa.

„Ístex hefur fimm tekjulindir og núna er það lopinn sem heldur öllu uppi því mikið er að gera í sölu á honum. Það er að stórum hluta drifið af Finnlandi og Skandinavíu. Það er eitthvað skrýtið að gerast í Finnlandi en frá árinu 2017 hefur sala tvöfaldast á hverju ári þangað,“ segir Sigurður og bætir við:

„Við erum með ákveðið magn á innanlandsmarkaði og það hefur breyst mikið undanfarið, eða frá fyrirtækjum til einstaklinga. Áður fór töluvert mikið í ferðamannaiðnaðinn sem hægði verulega á þegar kórónukrísan skall á en þó eru staðir niðri í miðbæ veit ég sem eru mikið í netsölu á lopa erlendis. Við erum með rúmlega fjögurra mánaða sölupantanir á Léttlopa og Álafosslopa og við náum ekki að anna eftirspurn en það tekur okkur upp í mánuð að framleiða lit í þessum vöruflokkum. Því höfum við sett á kvöldvaktir og erum að leita allra leiða til að anna eftirspurninni og erum með í skoðun að kaupa auka dokkuvél til að auka afköstin. Við héldum að þetta myndi róast núna eftir jólin en það hefur frekar aukist í og það er prjónafólkið hér heima sem ýtir þessu öllu áfram, þetta er svipuð þróun og við sáum eftir efnahagshrunið.“ 

Sigurður Sævar Gunnarsson.

Skylt efni: Ístex | lopi | Léttlopi | Álafosslopi

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...