Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ístex annar ekki eftirspurn í Léttlopa og Álafosslopa
Mynd / HKr.
Fréttir 17. mars 2021

Ístex annar ekki eftirspurn í Léttlopa og Álafosslopa

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Þrátt fyrir COVID-19 hefur sjaldan verið jafnmikið að gera hjá Ístex eins og nú og segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Sigurður Sævar Gunnarsson, að líkja megi ástandinu við tímabilið eftir efnahagshrun. Sala á íslenskum lopa til Finnlands eykst ár frá ári á meðan Bretlandsmarkaður er nánast stopp í augnablikinu.

„Okkar staða er mjög sérstök eins og í útflutningsullinni. Á Bretlands­markaði, sem hefur jafnan verið okkar stærsti utanlandsmarkaður, er markaðurinn erfiður og verðið er lágt. Það er reyndar aðeins að skána varðandi sölu en verðið hefur staðið í stað. Við höfum aðallega verið að selja í gólfteppaband til Bretlands en sá markaður er stopp eins og staðan er núna út af COVID-19 því ullin okkar hefur þá mest verið að nýtast í gólfteppi í skemmtiferðaskip, hótel og skóla sem dæmi,“ útskýrir Sigurður.

Finnlandsmarkaður ört stækkandi

Innanlandsmarkaður hefur verið líflegur undanfarið ár og eins sala á íslenskum lopa til Finnlands og Skandinavíu, svo borið hefur við að ákveðnir litir hafa verið uppseldir um nokkurt skeið, sérstaklega í Léttlopa og Álafosslopa.

„Ístex hefur fimm tekjulindir og núna er það lopinn sem heldur öllu uppi því mikið er að gera í sölu á honum. Það er að stórum hluta drifið af Finnlandi og Skandinavíu. Það er eitthvað skrýtið að gerast í Finnlandi en frá árinu 2017 hefur sala tvöfaldast á hverju ári þangað,“ segir Sigurður og bætir við:

„Við erum með ákveðið magn á innanlandsmarkaði og það hefur breyst mikið undanfarið, eða frá fyrirtækjum til einstaklinga. Áður fór töluvert mikið í ferðamannaiðnaðinn sem hægði verulega á þegar kórónukrísan skall á en þó eru staðir niðri í miðbæ veit ég sem eru mikið í netsölu á lopa erlendis. Við erum með rúmlega fjögurra mánaða sölupantanir á Léttlopa og Álafosslopa og við náum ekki að anna eftirspurn en það tekur okkur upp í mánuð að framleiða lit í þessum vöruflokkum. Því höfum við sett á kvöldvaktir og erum að leita allra leiða til að anna eftirspurninni og erum með í skoðun að kaupa auka dokkuvél til að auka afköstin. Við héldum að þetta myndi róast núna eftir jólin en það hefur frekar aukist í og það er prjónafólkið hér heima sem ýtir þessu öllu áfram, þetta er svipuð þróun og við sáum eftir efnahagshrunið.“ 

Sigurður Sævar Gunnarsson.

Skylt efni: Ístex | lopi | Léttlopi | Álafosslopi

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...