Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þrátt fyrir að mestur samdráttur hafi verið í sölu á kindakjöti, þá hefur  samdrátturinn í framleiðslu verið mestur í alifuglakjöti.
Þrátt fyrir að mestur samdráttur hafi verið í sölu á kindakjöti, þá hefur samdrátturinn í framleiðslu verið mestur í alifuglakjöti.
Fréttir 9. desember 2020

Kindakjötssala dróst saman um 23,5% en 17,9% aukning var í svínakjöti og 39,8% í hrossakjöti

Höfundur: Hörður Krisjánsson

Sala á kjöti frá afurðastöðvum dróst saman um 10,5% í októbermánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Þá hafði sala dregist saman á síðasta ársfjórðungi um 9,8%, en um 5% ef miðað er við 12 mánaða tímabil samkvæmt tölum frá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti. 

Einnig var 2,4% samdráttur í framleiðslu á kjöti í heild á Íslandi á tólf mánaða tímabili.

Mikill samdráttur í sölu kindakjöts frá afurðastöðvum

Ef skoðuð er sala á einstökum tegundum, þá hefur langmestur samdráttur verið í október á sölu kindakjöts, eða 23,5%. Þá var 14% samdráttur í sölu nautgripakjöts og 9,3% samdráttur í sölu á alifuglakjöti frá afurðastöðvum. 

Hrossakjötssalan jókst um nær 40%

Önnur athyglisverð tíðindi voru þau að hrossakjötssalan jókst um 39,8% og salan á svínakjöti jókst líka verulega, eða um 17,9%.

25,5% samdráttur í sölu á kindakjöti frá ágústbyrjun til októberloka

Án efa má rekja verulegan hluta þessa samdráttar til lokana og takmarkaðs aðgengis að hótelum og veitingastöðum vegna COVID19 faraldursins. Síðastliðna 12 mánuði var 5% samdráttur. Á síðasta ársfjórðungi nam samdrátturinn í kjötsölunni 9,8%. Þar af var 25,5% samdráttur í sölu á kindakjöti, 9,6% samdráttur í alifuglakjöti og 4% samdráttur í sölu á nautgripakjöti. Aftur á móti var 22,5% aukning í sölu á hrossakjöti og 6,8% aukning í sölu á svínakjöti.  

Minni útflutningur

Hluti skýringar á minni sölu á kjöti frá afurðastöðvum undanfarið ár felst líka í verulegum samdrætti í útflutningi, eða um 26% í heildina. Þar hefur sala á kindakjöti nær alveg lagst af. 

Tólf mánaða salan dróst saman um 5%

Þegar skoðaðar eru tölur yfir tólf mánaða tímabil kemur í ljós að heildarsamdrátturinn í sölu frá afurðastöðvum nam 5%. Þar af var mestur samdráttur í sölu á kindakjöti, eða 11,4%. Þá var 6,8% samdráttur í sölu á alifuglakjöti og 3,1% samdráttur í sölu á nautgripakjöti. Hins vegar jókst salan á hrossakjöti um 3,1% á þessu tímabili og um 2,4% í svínakjöti.  

Mestur samdráttur í framleiðslu á alifuglakjöti

Samdráttur var í framleiðslu á kjöti frá októberlokum 2019 til októberloka 2020 samkvæmt tölum frá afurðastöðvum. Framleidd voru samtals tæp 30.984 tonn. 

Mest var framleitt af kindakjöti, eða um 9.409 tonn, sem er 30,4% af heildar kjötframleiðslunni. Kindakjötsframleiðslan hefur verið að dragast saman á undanförnum áratugum og samdrátturinn frá októberlokum 2019 til október 2020 nam 3,2%. 

Þá voru framleidd 9.140 tonn af alifuglakjöti, eða 29,5% af heildinni. Var samdráttur mestur í framleiðslu á alifuglakjöti yfir heilt ár, eða um 4,5%. 

Svínakjötið var í þriðja sæti með 6.731 tonn og 21,7% af heildinni. Þar var hins vegar aukning í framleiðslu, eða um 2,1%.

Nautgripakjötið var í fjórða sæti með rúm 4.647 tonn og 15% af heild. Þar var samdráttur í framleiðslu upp á 3,1%.

Hrossakjötsframleiðslan rak svo lestina með rúm 1.057 tonn, eða 3,4% hlutdeild af heildarframleiðslunni. Þar var örlítill samdráttur á tólf mánaða á tímabili, eða 0,2%.

Hrossakjötsframleiðslan tók stökk upp í rúm 30% á síðustu mánuðum

Þrátt fyrir að hrossakjötsframleiðslan hafi dregist lítillega saman á 12 mánaða tímabili, þá var framleiðsluaukningin í þeirri grein veruleg á síðustu mánuðum tímabilsins. Þannig jókst hrossakjötsframleiðslan á síðustu þrem mánuðum, frá ágústbyrjun til októberloka, um 30,6% og um 34,4% í októbermánuði. Var hrossakjötið hástökkvarinn á því tímabili, en svínakjötsframleiðslan jókst um 6,2% á þriggja mánaða tímabilinu og um 16,9% í október.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...