Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þrátt fyrir að mestur samdráttur hafi verið í sölu á kindakjöti, þá hefur  samdrátturinn í framleiðslu verið mestur í alifuglakjöti.
Þrátt fyrir að mestur samdráttur hafi verið í sölu á kindakjöti, þá hefur samdrátturinn í framleiðslu verið mestur í alifuglakjöti.
Fréttir 9. desember 2020

Kindakjötssala dróst saman um 23,5% en 17,9% aukning var í svínakjöti og 39,8% í hrossakjöti

Höfundur: Hörður Krisjánsson

Sala á kjöti frá afurðastöðvum dróst saman um 10,5% í októbermánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Þá hafði sala dregist saman á síðasta ársfjórðungi um 9,8%, en um 5% ef miðað er við 12 mánaða tímabil samkvæmt tölum frá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti. 

Einnig var 2,4% samdráttur í framleiðslu á kjöti í heild á Íslandi á tólf mánaða tímabili.

Mikill samdráttur í sölu kindakjöts frá afurðastöðvum

Ef skoðuð er sala á einstökum tegundum, þá hefur langmestur samdráttur verið í október á sölu kindakjöts, eða 23,5%. Þá var 14% samdráttur í sölu nautgripakjöts og 9,3% samdráttur í sölu á alifuglakjöti frá afurðastöðvum. 

Hrossakjötssalan jókst um nær 40%

Önnur athyglisverð tíðindi voru þau að hrossakjötssalan jókst um 39,8% og salan á svínakjöti jókst líka verulega, eða um 17,9%.

25,5% samdráttur í sölu á kindakjöti frá ágústbyrjun til októberloka

Án efa má rekja verulegan hluta þessa samdráttar til lokana og takmarkaðs aðgengis að hótelum og veitingastöðum vegna COVID19 faraldursins. Síðastliðna 12 mánuði var 5% samdráttur. Á síðasta ársfjórðungi nam samdrátturinn í kjötsölunni 9,8%. Þar af var 25,5% samdráttur í sölu á kindakjöti, 9,6% samdráttur í alifuglakjöti og 4% samdráttur í sölu á nautgripakjöti. Aftur á móti var 22,5% aukning í sölu á hrossakjöti og 6,8% aukning í sölu á svínakjöti.  

Minni útflutningur

Hluti skýringar á minni sölu á kjöti frá afurðastöðvum undanfarið ár felst líka í verulegum samdrætti í útflutningi, eða um 26% í heildina. Þar hefur sala á kindakjöti nær alveg lagst af. 

Tólf mánaða salan dróst saman um 5%

Þegar skoðaðar eru tölur yfir tólf mánaða tímabil kemur í ljós að heildarsamdrátturinn í sölu frá afurðastöðvum nam 5%. Þar af var mestur samdráttur í sölu á kindakjöti, eða 11,4%. Þá var 6,8% samdráttur í sölu á alifuglakjöti og 3,1% samdráttur í sölu á nautgripakjöti. Hins vegar jókst salan á hrossakjöti um 3,1% á þessu tímabili og um 2,4% í svínakjöti.  

Mestur samdráttur í framleiðslu á alifuglakjöti

Samdráttur var í framleiðslu á kjöti frá októberlokum 2019 til októberloka 2020 samkvæmt tölum frá afurðastöðvum. Framleidd voru samtals tæp 30.984 tonn. 

Mest var framleitt af kindakjöti, eða um 9.409 tonn, sem er 30,4% af heildar kjötframleiðslunni. Kindakjötsframleiðslan hefur verið að dragast saman á undanförnum áratugum og samdrátturinn frá októberlokum 2019 til október 2020 nam 3,2%. 

Þá voru framleidd 9.140 tonn af alifuglakjöti, eða 29,5% af heildinni. Var samdráttur mestur í framleiðslu á alifuglakjöti yfir heilt ár, eða um 4,5%. 

Svínakjötið var í þriðja sæti með 6.731 tonn og 21,7% af heildinni. Þar var hins vegar aukning í framleiðslu, eða um 2,1%.

Nautgripakjötið var í fjórða sæti með rúm 4.647 tonn og 15% af heild. Þar var samdráttur í framleiðslu upp á 3,1%.

Hrossakjötsframleiðslan rak svo lestina með rúm 1.057 tonn, eða 3,4% hlutdeild af heildarframleiðslunni. Þar var örlítill samdráttur á tólf mánaða á tímabili, eða 0,2%.

Hrossakjötsframleiðslan tók stökk upp í rúm 30% á síðustu mánuðum

Þrátt fyrir að hrossakjötsframleiðslan hafi dregist lítillega saman á 12 mánaða tímabili, þá var framleiðsluaukningin í þeirri grein veruleg á síðustu mánuðum tímabilsins. Þannig jókst hrossakjötsframleiðslan á síðustu þrem mánuðum, frá ágústbyrjun til októberloka, um 30,6% og um 34,4% í októbermánuði. Var hrossakjötið hástökkvarinn á því tímabili, en svínakjötsframleiðslan jókst um 6,2% á þriggja mánaða tímabilinu og um 16,9% í október.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...