Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þrátt fyrir að mestur samdráttur hafi verið í sölu á kindakjöti, þá hefur  samdrátturinn í framleiðslu verið mestur í alifuglakjöti.
Þrátt fyrir að mestur samdráttur hafi verið í sölu á kindakjöti, þá hefur samdrátturinn í framleiðslu verið mestur í alifuglakjöti.
Fréttir 9. desember 2020

Kindakjötssala dróst saman um 23,5% en 17,9% aukning var í svínakjöti og 39,8% í hrossakjöti

Höfundur: Hörður Krisjánsson

Sala á kjöti frá afurðastöðvum dróst saman um 10,5% í októbermánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Þá hafði sala dregist saman á síðasta ársfjórðungi um 9,8%, en um 5% ef miðað er við 12 mánaða tímabil samkvæmt tölum frá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti. 

Einnig var 2,4% samdráttur í framleiðslu á kjöti í heild á Íslandi á tólf mánaða tímabili.

Mikill samdráttur í sölu kindakjöts frá afurðastöðvum

Ef skoðuð er sala á einstökum tegundum, þá hefur langmestur samdráttur verið í október á sölu kindakjöts, eða 23,5%. Þá var 14% samdráttur í sölu nautgripakjöts og 9,3% samdráttur í sölu á alifuglakjöti frá afurðastöðvum. 

Hrossakjötssalan jókst um nær 40%

Önnur athyglisverð tíðindi voru þau að hrossakjötssalan jókst um 39,8% og salan á svínakjöti jókst líka verulega, eða um 17,9%.

25,5% samdráttur í sölu á kindakjöti frá ágústbyrjun til októberloka

Án efa má rekja verulegan hluta þessa samdráttar til lokana og takmarkaðs aðgengis að hótelum og veitingastöðum vegna COVID19 faraldursins. Síðastliðna 12 mánuði var 5% samdráttur. Á síðasta ársfjórðungi nam samdrátturinn í kjötsölunni 9,8%. Þar af var 25,5% samdráttur í sölu á kindakjöti, 9,6% samdráttur í alifuglakjöti og 4% samdráttur í sölu á nautgripakjöti. Aftur á móti var 22,5% aukning í sölu á hrossakjöti og 6,8% aukning í sölu á svínakjöti.  

Minni útflutningur

Hluti skýringar á minni sölu á kjöti frá afurðastöðvum undanfarið ár felst líka í verulegum samdrætti í útflutningi, eða um 26% í heildina. Þar hefur sala á kindakjöti nær alveg lagst af. 

Tólf mánaða salan dróst saman um 5%

Þegar skoðaðar eru tölur yfir tólf mánaða tímabil kemur í ljós að heildarsamdrátturinn í sölu frá afurðastöðvum nam 5%. Þar af var mestur samdráttur í sölu á kindakjöti, eða 11,4%. Þá var 6,8% samdráttur í sölu á alifuglakjöti og 3,1% samdráttur í sölu á nautgripakjöti. Hins vegar jókst salan á hrossakjöti um 3,1% á þessu tímabili og um 2,4% í svínakjöti.  

Mestur samdráttur í framleiðslu á alifuglakjöti

Samdráttur var í framleiðslu á kjöti frá októberlokum 2019 til októberloka 2020 samkvæmt tölum frá afurðastöðvum. Framleidd voru samtals tæp 30.984 tonn. 

Mest var framleitt af kindakjöti, eða um 9.409 tonn, sem er 30,4% af heildar kjötframleiðslunni. Kindakjötsframleiðslan hefur verið að dragast saman á undanförnum áratugum og samdrátturinn frá októberlokum 2019 til október 2020 nam 3,2%. 

Þá voru framleidd 9.140 tonn af alifuglakjöti, eða 29,5% af heildinni. Var samdráttur mestur í framleiðslu á alifuglakjöti yfir heilt ár, eða um 4,5%. 

Svínakjötið var í þriðja sæti með 6.731 tonn og 21,7% af heildinni. Þar var hins vegar aukning í framleiðslu, eða um 2,1%.

Nautgripakjötið var í fjórða sæti með rúm 4.647 tonn og 15% af heild. Þar var samdráttur í framleiðslu upp á 3,1%.

Hrossakjötsframleiðslan rak svo lestina með rúm 1.057 tonn, eða 3,4% hlutdeild af heildarframleiðslunni. Þar var örlítill samdráttur á tólf mánaða á tímabili, eða 0,2%.

Hrossakjötsframleiðslan tók stökk upp í rúm 30% á síðustu mánuðum

Þrátt fyrir að hrossakjötsframleiðslan hafi dregist lítillega saman á 12 mánaða tímabili, þá var framleiðsluaukningin í þeirri grein veruleg á síðustu mánuðum tímabilsins. Þannig jókst hrossakjötsframleiðslan á síðustu þrem mánuðum, frá ágústbyrjun til októberloka, um 30,6% og um 34,4% í októbermánuði. Var hrossakjötið hástökkvarinn á því tímabili, en svínakjötsframleiðslan jókst um 6,2% á þriggja mánaða tímabilinu og um 16,9% í október.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...