Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kínverjar eru stórhuga í uppbyggingu fullkominna svínabúa sem líkjast miklu fremur hótelum en hefðbundnum eldishúsum. Hér er Guangxi Yangxiang svínabúið þar sem gylturnar munu búa í níu hæða blokkum. Í stóru veggjunum ofan á húsunum eru stokkar fyrir lofttræstinguna.
Kínverjar eru stórhuga í uppbyggingu fullkominna svínabúa sem líkjast miklu fremur hótelum en hefðbundnum eldishúsum. Hér er Guangxi Yangxiang svínabúið þar sem gylturnar munu búa í níu hæða blokkum. Í stóru veggjunum ofan á húsunum eru stokkar fyrir lofttræstinguna.
Mynd / Pig333.com
Fréttir 11. janúar 2021

Kínverjar stefna á að verða sjálfum sér nægir um svínakjöt á næstu 5 árum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Svínakjötsframleiðendur um allan heim eru nú beðnir að endurskoða framleiðsluáætlanir sínar með tilliti til hraðrar enduruppbyggingar í svínaræktinni í Kína í kjölfar áfalla sem landið lenti í vegna afrísku svínapestarinnar. Þurftu Kínverjar þá að fella milljónir svína og treysta að stærstum hluta á innflutning á svínakjöti. Samkvæmt Robobank virðist nú stefna í miklar breytingar með stórminnkuðum innflutningi Kínverja. 

Áfall Kínverja vegna afrísku svínapestarinnar í ágúst 2018 reyndist mikill happafengur fyrir svínaframleiðslu víða um heim sem hefur átt við samdrátt að glíma á heimamörkuðum  vegna COVID-19. Útflutningur jókst stórlega á svínakjöti til að mæta eftirspurn í Kína sem þurftu að farga 700 milljónum svína vegna svínapestarinnar 2019. 

Kínverjar hafa að jafnaði flutt inn um 40% af því svínakjöti sem hefur verið í boði á alþjóðlegum milliríkjamarkaði og sá innflutningur jókst stórlega vegna svínapestarinnar.  

Á síðasta ári voru seld 36 milljón tonn af svínakjöti í viðskiptum milli landa sem var um 6,7% aukning frá 2018 samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna FAO.

Kínverjar fluttu inn hátt í 5 milljónir tonna 2019

Samkvæmt tölum Robobank þá fluttu Kínverjar inn á bilinu 4,8 til 5 milljónir tonna af svínakjöti á árinu 2019. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2020 voru þeir búnir að flytja inn 3,7 milljónir tonna. Stærsta útflutningsríkið á svínakjöti til Kína er Bandaríkin, en þar á eftir kemur Spánn, Þýskaland (sem nú er í banni), Brasilía og Danmörk. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru Þjóðverjar búnir að flytja út 200.000 tonn af svínakjöti til Kína en algjörlega hefur verið lokað fyrir þau viðskipti vegna svínapestarinnar sem kom upp í villisvínum í Þýskalandi í september.  

Verðfall á þýsku svínakjöti

Verð á þýsku svínakjöti féll snarlega eftir að svínapestin kom upp í landinu og féll verðið í 13% undir meðalverð á markaði (ASF). Birgðir hafa því verið að hlaðast upp, en takmarkað frystipláss gæti farið að skapa þar vandamál. 

Útflutningur frá Bretlandi hefur líka verið nokkur til Kína og jókst hann um 51% á fyrstu átta mánuðum þessa árs og fór í 120.000 tonn. Annars telur Robobank að  Spánn og Danmörk muni aðallega hagnast á banninu sem Kínverjar settu á innflutning frá Þýskalandi. 

Kínverjar stefna á að verða sjálfum sér nægir um svínakjöt

Robobank bendir á að Kínverjar séu nú að endurreisa svínaræktina í landinu og hafi þegar hafið það ferli á síðari hluta árs 2019. Það sé gert með því að reisa ný og fullkomin svínaræktarbú í stað þeirrar hefðbundnu bakgarðaræktunar sem viðgengist hafi vítt og breitt um landið. Þannig stefni Kínverjar að því að verða sjálfum sér nægir með svínakjöt. Líklegt sé að þeir verði búnir að ná 95% sjálfbærni á því sviði á árunum 2024 til 2025. Fram að því muni innflutningur Kínverja á svínakjöti minnka jafnt og þétt. 

Spáð hefur verið að á yfirstandandi ári muni Kínverjum takast að auka eigin framleiðslu um 10% sem þýði 20–30% samdrátt í innflutningi, eða sem nemur einni milljón tonna. 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...