Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kynna fæðuskort og hvetja bændur til að hætta landbúnaði
Mynd / Tim Mossholder - Unsplash
Fréttir 20. apríl 2022

Kynna fæðuskort og hvetja bændur til að hætta landbúnaði

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Loftslagsmálin virðast vera farin að flækjast illilega fyrir ráðamönnum í Bandaríkjunum og Kanada og jafnvel komin út í hreinar öfgar, ef marka má umfjöllun H. Claire Brown í pistli á YouTube. Þrátt fyrir yfirlýsingar um yfirvofandi matvælaskort voru bændur í þessum löndum hvattir til að yrkja ekki jarðir sínar til að draga úr losun koltvísýrings (CO2).

Forsöguna má rekja til þess að í Bandaríkjunum var sett á fót sérstök landverndaráætlun sem nefnd er „Conservation Reserve Program“, eða „CRP“, árið 1985. Var hún staðfest með því að Ronald Reagan, þáverandi forseti, undirritaði lög þar að lútandi. Var þetta talin ein stærsta verndaráætlun einkalanda í sögu Bandaríkjanna.

Upphaflegur tilgangur að vernda vatnsgæði

Áætlun CRP byggir á frjálsri þátttöku bænda og landeigenda sem fá greitt frá ríkinu til að hætta búskap í að minnsta kosti 10 til 15 ár. Tilgangurinn var sagður vera að vernda grunnvatn og bæta vatnsgæði. Þá hefur CRP verið beitt til að draga úr jarðvegseyðingu og auka búsvæði dýrategunda í útrýmingarhættu. Ekki var talin vanþörf á að gera bragarbót í ýmsum málum náttúruverndar, sérstaklega hvað mengun grunnvatns varðar.

Popúlismi virðist hins vegar hafa yfirtekið þessa áætlun, í það minnsta að hluta til. Hafa pólitíkusar einkum stokkið á þann vagn á allra síðustu árum í nafni loftslagsmála þar sem meint losun CO2 frá landbúnaði er talin vo skelfileg.

Hefur þetta CPR verkefni verið útvíkkað enn frekar og með sérstökum svæðisbundnum aðgerðum, eða því sem kallað er „Regional Conservation Partnership Program“ (RCPP).

Milljónir ekra teknar úr landbúnaðarnýtingu

Samkvæmt tölum þjónustu­skrifstofu landbúnaðarins hjá landbúnaðar­ráðuneyti Bandaríkjanna (USDA), þá hafa 5,3 milljón ekrur ( rúmlega 2,1 milljónir hektara) verið teknar úr notkun í landbúnaði í einkaeign með samningum bænda við CPR. Þar af eru um 2,6 milljónir ekra af graslendi, þ.e. túnum og beitarlandi, og haldið er áfram að gera samninga um að taka land úr landbúnaðarnotkun.

Búist er við að farið verði fram úr áætlunum um að taka 4 milljónir ekra (1,6 milljón hektarar) úr landbúnaðarnotkun á þessu ári, sem er það mesta nokkru sinni á einu ári. Samkvæmt gögnum USDA mun þetta leiða til bættra umhverfisáhrifa og minnkandi mengunar í ám og vötnum samkvæmt 30 ára áætluninni Clear 30.

Bændur keyptir frá landbúnaði með auknum fjárframlögum

Ástæðan fyrir því að bændur gera í auknum mæli tilboð um að leggja sitt land undir CPR er að FSA kynnti á síðasta ári hækkaðar greiðslur til þeirra sem hættu landnýtingu. Þá var einnig tekið fram að nú væru loftslagsmálin í auknum mæli tekin inn í CPR áætlunina. Sem sagt að auka það sem þeir kalla „climate-smart agriculture“, sem er á dagskrá sérstakrar aðgerðarsveitar Hvíta hússins. Hún er undir stjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta (White House National Climate Task Force). Auk þess er Biden-Harris stjórnsýslunefndin sögð vinna að samræmingu loftslagsinnleiðinga hjá landbúnaðarráðuneytinu. Þá hefur verið tekin upp hvatning um loftslagssnjalla starfshætti fyrir CRP áætlunina, eða „Climate-Smart Practice Incentive“.

Bent á fæðuskort en bændur hvattir til að hætta landbúnaði

H. Claire Brown bendir á þver­sagnirnar í málinu. Á sama tíma og Joe Biden Bandaríkjaforseti og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tilkynntu um yfirvofandi fæðuskort vegna hækkandi verðs á áburði í heiminum var bændum borgað fyrir að hætta búskap af umhverfisástæðum. Þetta þykir sérkennilegt þar sem Biden kynnti sjálfur áætlanir um að berjast við fæðuóöryggi í ljósi þess að yfir 40 milljónir Bandaríkjamanna byggju við fæðuskort. Í mars í fyrra mat USDA það svo að 30 milljónir fullorðinna og 12 milljónir barna í Bandaríkjunum byggju við hungur.

H. Claire Brown segir alveg ljóst að ráðamenn þessara þjóða vilji stuðla að matarskorti í skjóli verndurnaráætlunar (Conservation Reserve Program - CRP) væntanlega til að keyra upp verðlag og hag­kerfið. Þetta sé hins vegar að leiða til viðsnúnings hjá þessum þjóðum í átt að sjálfsþurftar­- og frístundabúskap samfara annarri vinnu meðfram búskap í nágrenni þéttbýlis.

Bendir Brown á bænargjörð bænda hjá samtökum amerískra bænda (American farm Bureau federation) til yfirvalda um að fá að yrkja jarðir sínar til að auka fæðuframboð í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Bændurnir fara fram á leyfi til að sá í akrana til að koma í veg fyrir fæðuskort.

Það sé ekki einfalt mál þar sem þeim er nú bannað að rækta korn á milljónum ekra vegna umhverfis- og loftslagsmála CRP. Segir Brown að ríkisstjórn Joe Biden hafi engan áhuga á þessum óskum bænda. Þess í stað sé verið að setja meira land undir verndaráætlun CRP, eða eins mikið land og mest sé mögulegt samkvæmt lögum.

Æpandi þversagnir

Enn ein þversögnin er svo að Joe Biden tilkynnti fyrir síðustu helgi að nota þá olíu sem forveri hans, Donald Trump, lagði áherslu á að safna upp sem varabirgðium. Er það til að slá á olíuskort á markaði vegna afleiðinga stríðsins í Úkraínu og viðskiptabanns á Rússa. Trump fékk ekki mikið hrós fyrir oliuáhuga sinn þar sem slíkt væri þvert á öll loftslagsmarkmið. Fyrirskipaði Biden að aukið yrði framboð olíu úr varabirgðum Bandarík­janna um eina milljón tunna á dag. Eitthvað sem ætla mætti að væri þvert á loftslagsmarkmið hans eigin ríkisstjórnar og m.a. loftslagsmarkmið sem landbúnaði er nú gert að framfylgja. 

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...