Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hitar og þurrkar ollu því að uppskera í Norður-Kóreu var með allra minnsta móti á síðasta ári.
Hitar og þurrkar ollu því að uppskera í Norður-Kóreu var með allra minnsta móti á síðasta ári.
Fréttir 23. maí 2019

Lakasta uppskera í áratug og fæðuskortur í landinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Uppskera í Norður-Kóreu hefur verið lítil undanfarinn tíu ár en var með allra minnsta móti á síðasta ári. Talið er að hátt í tíu milljón manns í landinu sem lifi við skort þurfi enn að herða sultarólina.

Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir að viðvarandi matvælaskortur í Norður-Kóreu sé kominn á hættulegt stig og að útlit sé fyrir að íbúar landsins þurfi enn að draga úr neyslu. Talin er hætta á að birgðir í landinu dugi ekki til að framfleyta þjóðinni fram yfir næsta uppskerutíma.

Hitar og þurrkar

Uppskera undanfarin tíu ár hefur verið með lakasta móti og var með afbrigðum léleg á síðasta ári vegna hita og þurrka í landinu. Í skýrslunni segir að skortur á eldsneyti, áburði og varahlutum í landbúnaðartæki hafi einnig letjandi áhrif á möguleika íbúa landsins til að auka uppskeruna. Auk þess sem slæmar aðstæður til geymslu á uppskerunni valdi því að mikið af henni skemmist.

Lágmarksskammtur af hrísgrjónum

Ástandið er talið verst þegar kemur að kornabörnum og ófrískum konum, sem í mörgum tilfellum þjást þegar af næringarskorti og sagt er að stór hluti þjóðarinnar dragi fram lífið á lágmarksskammt af hrísgrjónum frá degi til dags.

Í skýrslunni er mælt með að íbúum Norður-Kóreu verði veitt matvælaaðstoð sem fyrst og að átak verði gert í að vélvæða landbúnað í landinu til að ýta undir aukna matvælaframleiðslu.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...