Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Leyfa notkun á skordýraeitri sem drepur býflugur
Fréttir 20. ágúst 2015

Leyfa notkun á skordýraeitri sem drepur býflugur

Höfundur: Vilmundur Hansen
Brest stjórnvöld hafa gefið bænd­um leyfi til að nota skordýraeitur sem er bannað innan landa Evrópu­sambandsins. Leyfið er tímabundið og gildir í 120 daga.
 
Andstæðingar notkunar á eitrinu segja að það geti haft gríðarlega slæmar afleyðingar í för með sér fyrir býflugnastofna í landinu. Blýflugum í Bretlandi og víðar um heim hefur fækkað mikið undanfarin ár og er dauði þeirra yfirleitt rakinn til óhóflegrar notkunar á skordýraeitri. Blýflugur eru nauðsynlegar við frjóvgun í ávaxtatrjáa og annarra plantan í matvælaiðnaði og fækk­un þeirra er þegar farin að hafa áhrif á uppskerumagn.
 
David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir aft­ur á móti að það vanti vísindaleg rök sem sanna að eitrið sé meginástæða fækkun býflugna. Nefnd sem Cameron setti á laggirnar meðal annars til að kanna hvaða áhrif skordýraeitur hefði á býflugur lagðist gegn notkun efnisins. 
 
Efnið sem um ræðir er framleitt af fræsölu- og efnaframleiðslufyrirtækjunum Bayer og Syngenta sem segja að efnið sé ekki hættulegt býflugum og hafa eytt stórfé í sannfæra stjórnmálamenn, bændur og almenning um að svo sé.
 
Leyfi til að nota eitrið gildir í 120 daga og samkvæmt því mega bænd­ur sem stunda repjurækt og framleiða repjuolíu nota það á akra sína til að halda niðri skordýrum sem leggjast á plöntur af krossblómaætt. 
 
Landssamtök bænda á Bret­lands­eyjum fagna leyfinu og segja að það muni koma í veg fyrir gjaldþrot fjölda bænda sem rækta repju. 
 
Ríflega 500.000 manns á Bret­lands­eyjum hafa skrifað undir kröfu þess efnis að leyfið verið afturkallað hið snarasta.

Skylt efni: býflugur | skordýraeitur

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...