Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Líffæri úr dýrum í menn
Fréttir 6. júní 2019

Líffæri úr dýrum í menn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framförum í erfðatækni fleytir stöðugt fram og ekki er talið langt í að hægt verði að nota líffæri úr dýrum í menn og það styttist í að fyrstu ígræðslur af slíku tagi fari fram.

Vísindamenn í Suður-Kóreu segja að á næstunni muni þeir geta flutt hornhimnu á augum svína í menn og kollegar þeirra í Norður-Ameríku segjast bjartsýnir á að hægt verði að græða svínshúð á líkamshluta manna sem hafa brunnið illa. Auk þess sem uppi eru hugmyndir um að græða svínsnýru í fullorðið fólk sem á við nýrnavandamál að stríða og grísahjarta í ungbörn sem fæðast með hjartagalla.

Ekki ný hugmynd

Hugmyndin um að nota líffæri úr dýrum sem varahluti í menn er ekki ný af nálinni en lengi vel var talið að slíkt væri pípudraumur og óframkvæmanlegt. Í fyrstu tilraunum sem gerðar voru með að flytja líffæri úr dýrum í menn tók innan við fimm mínútur fyrir mannslíkamann að hafna líffæri úr annarri tegund.

Nýjar rannsóknir og framfarir í svonefndri Crispr-genatækni benda til að hægt sér að gabba eða blekkja mannslíkamann til að samþykkja líffæri úr öðrum dýrategundum og sérstaklega svínum.

Gríðarleg þörf fyrir ný líffæri

Tilraunir á bavíönum og öðrum tegundum prímata en mönnum sýna að apar geta lifað í allt að sex mánuði með hjarta úr svíni sem grætt er í dýrin með hjálp nýjustu erfðatækni. 

Aðstandendur rannsóknanna binda miklar vonir við að fljótlega verði hægt að gera tilraunir á mönnum enda markaður fyrir líffæraskipti stór. Í Bandaríkjunum einum bíða yfir 75 þúsund manns eftir líffæraskiptum og þar í landi er talið að tuttugu manns á biðlistum vegna líffæraskipta látist daglega.

Í dag þurfa þeir sem bíða eftir líffæraskiptum að bíða eftir því að einhver með líffæri sem líkami þeirra sættist við látist. Verði aftur á móti hægt að nýta líffæri úr dýrum til líffæraskipta munu lífslíkur hundruð þúsunda manna um allan heim aukast gríðarlega.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...