Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lítil fækkun á sláturfé
Fréttir 9. september 2015

Lítil fækkun á sláturfé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útlit er fyrir að sláturfé verði  svipað að fjölda í sláturtíðinni nú og í fyrra.
Ágúst Andrésson, forstöðu­maður kjötafurðastöðvar Kaup­félags Skagfirðinga, segir að slátrun hafi hafist í gær, þriðjudag, og á fyrsta degi verði slátrað um 1.700 lömbum.

„Sláturtíðin fer því vel af stað hjá okkur og ég á ekki von á öðru en að fjöldi sláturfjár verði svipaður og undanfarin ár, 110 til 112 þúsund.“

Vekur það athygli í ljósi frétta af miklum lamba- og ærdauða í vor. Að sögn Ágústs var slátrað um 112 þúsund í fyrra.

„Ég á ekki von á að fjöldinn breytist neitt að ráði  miðað við undanfarin ár. Ég hef reyndar heyrt á bændum að lömbin í ár séu eitthvað færri núna miðað við í fyrra. Endanlegur fjöldi sláturfjár fer svo eftir því hvað bændur ætla að setja mörg lömb á eða hvort þeir fresta ásetningi um eitt ár.“

Fallþungi sláturfjár á síðasta ári var mjög góður og að sögn Ágústs á hann ekki von á að hann verði eins góður á komandi sláturvertíð.

„Ég fór í réttir í byrjun vikunnar og leyst ágætlega á lömbin sem ég sá þar.“

Óvíst um sölu til Rússlands

Ágúst segir að staðan á útflutningi á ær- og hrossakjöti sé óbreytt.

„Núna stendur yfir eftirlitsheimsókn frá Rússlandi sem er að skoða stöðuna hjá sjávarútvegsfyrirtækjum sem hafa fengið leyfi til að flytja afurðir til Rússlands. Ég vona að við fáum, þrátt fyrir það, einhverja vitneskju um hvort þeir fallist á þær breytingar á vinnubrögðum sem hafa verið gerðar til að standast kröfur rússneska matvælaeftirlitsins. MAST sér um eftirlitið fyrir systurstofnun sína í Rússlandi og standist það skoðun má búast við að eitthvað fari að gerast.“

Búum okkur undir það versta

„Það verður fundur um málið á föstudaginn og ég vonast til að frétta eitthvað jákvætt þá. Hins vegar er alveg ljóst að við verðum líka að búa okkur undir það versta og erum reyndar farnir að stilla okkar áætlanir þannig að það verði ekkert úr útflutningi á kjöti til Rússlands á næstunni.“ 

Skylt efni: Sláturfé | sláturtíð

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...