Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lítil fækkun á sláturfé
Fréttir 9. september 2015

Lítil fækkun á sláturfé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útlit er fyrir að sláturfé verði  svipað að fjölda í sláturtíðinni nú og í fyrra.
Ágúst Andrésson, forstöðu­maður kjötafurðastöðvar Kaup­félags Skagfirðinga, segir að slátrun hafi hafist í gær, þriðjudag, og á fyrsta degi verði slátrað um 1.700 lömbum.

„Sláturtíðin fer því vel af stað hjá okkur og ég á ekki von á öðru en að fjöldi sláturfjár verði svipaður og undanfarin ár, 110 til 112 þúsund.“

Vekur það athygli í ljósi frétta af miklum lamba- og ærdauða í vor. Að sögn Ágústs var slátrað um 112 þúsund í fyrra.

„Ég á ekki von á að fjöldinn breytist neitt að ráði  miðað við undanfarin ár. Ég hef reyndar heyrt á bændum að lömbin í ár séu eitthvað færri núna miðað við í fyrra. Endanlegur fjöldi sláturfjár fer svo eftir því hvað bændur ætla að setja mörg lömb á eða hvort þeir fresta ásetningi um eitt ár.“

Fallþungi sláturfjár á síðasta ári var mjög góður og að sögn Ágústs á hann ekki von á að hann verði eins góður á komandi sláturvertíð.

„Ég fór í réttir í byrjun vikunnar og leyst ágætlega á lömbin sem ég sá þar.“

Óvíst um sölu til Rússlands

Ágúst segir að staðan á útflutningi á ær- og hrossakjöti sé óbreytt.

„Núna stendur yfir eftirlitsheimsókn frá Rússlandi sem er að skoða stöðuna hjá sjávarútvegsfyrirtækjum sem hafa fengið leyfi til að flytja afurðir til Rússlands. Ég vona að við fáum, þrátt fyrir það, einhverja vitneskju um hvort þeir fallist á þær breytingar á vinnubrögðum sem hafa verið gerðar til að standast kröfur rússneska matvælaeftirlitsins. MAST sér um eftirlitið fyrir systurstofnun sína í Rússlandi og standist það skoðun má búast við að eitthvað fari að gerast.“

Búum okkur undir það versta

„Það verður fundur um málið á föstudaginn og ég vonast til að frétta eitthvað jákvætt þá. Hins vegar er alveg ljóst að við verðum líka að búa okkur undir það versta og erum reyndar farnir að stilla okkar áætlanir þannig að það verði ekkert úr útflutningi á kjöti til Rússlands á næstunni.“ 

Skylt efni: Sláturfé | sláturtíð

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...