Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá vinnslueldhúsi sem Eva Michelsen fékk að skoða í Washington og nefnist Union Kitchen.
Frá vinnslueldhúsi sem Eva Michelsen fékk að skoða í Washington og nefnist Union Kitchen.
Mynd / úr einkasafni
Fréttir 25. september 2018

Matarfrumkvöðlar sameinast

Höfundur: smh
Nýverið var Facebook-hópurinn Eldstæðið stofnaður sem er hugsaður fyrir matarfrumkvöðla sem hafa áhuga á að deila tilraunaeldhúsi og nýta þannig eldmóð hver annars í þróunarferlinu.
 
Matarfrumkvöðlum á Íslandi virðist fara fjölgandi samfara auknum áhuga á grunngerð matvælaframleiðslu og matreiðslu; meðal annars hráefnum og uppruna þeirra. Meira sést nú af íslensku matarhandverki og smáframleiðslu matvæla. Áhuginn virðist fara vaxandi bæði meðal neytenda og þeirra sem vilja hasla sér völl í slíkri framleiðslu og sölu.
 
Matís styður við frumkvöðla sem þurfa að prófa sína framleiðslu og gera tilraunir og býr yfir tilraunaeldhúsi sem fólki stendur til boða að nýta, en þar er einungis rými fyrir einn í einu.
 
Eva Michelsen.
„Forsaga málsins er sú að ég er sjálf matvælafrumkvöðull og hef verið að gera kökur og konfekt í nokkurn tíma með starfsleyfi og aðstöðu í tilraunaeldhúsi Matís í Grafarholti,“ segir Eva Michelsen, sem stofnaði Facebook-hópinn. „Hjá Matís getur einungis einn frumkvöðull unnið í eldhúsinu hverju sinni og ekki mikil aðstaða til að geyma matvæli eða annað milli  þess sem unnið er – sérstaklega ef líður langt á milli. Markmiðið er að finna húsnæði sem matarfrumkvöðlar hópsins geta sameinast um.“
 
Mikilvægt er að hægt sé að geyma matvæli í tilraunaeldhúsum á milli þess sem unnið er, með þurrlager, kæli og frysti. Frá Union Kitchen í Washington.
 
Kynntist slíkri starfsemi í Washington
 
„Haustið 2017, nánar tiltekið í september, varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fara út til Bandaríkjanna á vegum verkefnis sem nefnist YTILI (Young Transatlantic Innovative Leadership Initiative). Verkefnið gengur út á að styrkja tengsl milli ungra frumkvöðla í Evrópu og viðskiptalífsins í Bandaríkjunum (e. strenghten the North Atlantic).
 
Ég var í Washington DC í tæpar þrjár vikur og kynntist þar, meðal annarra, Ryan Hansan, stofnanda og eiganda TasteLab, sem er vinnslueldhús fyrir frumkvöðla. Þar sá ég ýmis tækifæri sem væri jafnvel hægt að heimfæra yfir á Ísland. Ég kom því á fót verkefninu „Eldstæðið“, þar sem ég hafði heyrt af fleiri frumkvöðlum í mínum sporum; með litla framleiðslu en væru að fóta sig áfram og vantaði eldhúsaðstöðu sem kostaði ekki morðfjár þar sem væri hægt að vera með hluta af hráefnalager líka; þurrlager, kæli og frysti,“ segir Eva.
 
Styrkur til að koma á fót tilraunaeldhúsi
 
„Í vor fékk ég svo styrk upp á 30.000 evrur frá Rising North, en það er hluti af skandinavísku samstarfsverkefni með Svíþjóð og Finnlandi; þar sem við munum prófa smækkaða útgáfu af þess konar eldhúsi sem ég við sáum í Washington. 
 
Í þessu prufuverkefni býðst nokkrum matvælafrumkvöðlum að taka þátt í vinnuhelgi með okkur í vinnslueldhúsi, prófa sínar hugmyndir, fá ráðleggingar um viðskiptahliðina og eitthvað fleira,“ segir Eva.
 
Nánari upplýsingar um aðstöðu, fyrirkomulag og dagsetningar verða, að sögn Evu, aðgengilegar innan skamms ásamt því að opnað verði fyrir umsóknir fyrir áhugasama. 
 
Gert er ráð fyrir því að þessar vinnuhelgar muni verða í seinni hluta október og fyrri hluta nóvember. 
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...